Menntamál - 01.12.1961, Blaðsíða 46
232
MENNTAMAL
ið og í orðinu gata. gj og kj hafa sömu hljóðmerkingu og
í orðunum gjöf og kjassa.
Stafurinn w táknar tvívaramælt hljóð, sem kemur fyr-
ir í vestfirzku í orðinu hawdi (hafði). Stundum er það í
sunnlenzkum framburði á hv: hqwar, þó að hqar og hqvar
komi einnig fyrir.
Óraddað m, q, w er táknað með hm, hq, hw, svo sem í
orðunum sahqs, heihmda, hahwd (sax, heimta, haft (vest-
firzka)). Er þetta í samræmi við það, hvernig óraddað
j, 1, n, r hefur verið táknað með hj, hl, hn, hr. Þessi órödd-
uðu hljóð eru einnig notuð inni í orðum, þar sem ástæða
er til.
Stutt sérhljóð er yfirleitt táknað í áherzluatkvæði með
því, að á eftir því fer fleiri en einn samhljóði annar en h:
menn, kossar, kjinnhesdur, hind, ferð. Þó þarf að tvöfalda
samhljóðin p, t, k, d, g, s (lokhijóð og s), næst á eftir stuttu
sérhljóði, ef á eftir þeim fer r, v, j (eða s). Dæmi:
sdubbs, iddra, eggja, vissri, höggva, hrekkja. Er hér farið
sem næst gamalli hefð, sem flestir munu hafa á tilfinning-
unni. Aðalatriðið er að tvöfalda aldrei samhljóða á undan
öðrum samhljóða, nema það sé nauðsynlegt framburðar
vegna. Orðið findu er t. d. borið eins fram og finndu, legðu
eins og leggðu, leqðu eins og leqqðu. Hér þarf því ekki nema
einfaldan samhljóða. Hins vegar er munur á framburði orð-
anna hrekja og hrekkja, og þarf þá að tvöfalda k-ið á eftir
stuttu sérhlj óði.
1 samsettum orðum getur stafsetningin bent til þess, að
stutt sérhljóð sé þar, sem það er þó langt í framburði.
Þá er nauðsynlegt að skipta orðinu með bandstriki:
Mos-felsheiði, hús-dír, frek-leqa. Hins vegar er ritað
kaupmaður, líklega, af því að hér hefur samsetningin
stytt sérhljóðið í fyrra lið orðsins, auk þess sem áherzlu-
breyting hefur orðið.
Aðblástur er táknaður með því að samhljóð, annað en
r, v, j, s, komi á eftir p, t, k, annars með tvöföldun á p, t,