Menntamál - 01.12.1961, Blaðsíða 109
MENNTAMÁL
295
JÓN R. HJÁLMARSSON:
RáSstefna í Sigtuna.
Dagana 31. júlí til 5. ágúst var haldin norræn ráðstefna
í Sigtuna í Svíþjóð. Fulltrúar voru frá öllum Norðurlönd-
um, alls um 130 manns auk nokkurra gesta. Félag það,
sem til ráðstefnu þessarar boðaði, heitir Nordic Associ-
ation for American Studies og er skammstafað N. A. A. S.
í félaginu eru menn frá öllum Norðurlöndum, og for-
maður þess er Lars Áhnebrink docent við Uppsalaháskóla.
Markmið félagsskaparins er að vinna að vaxandi kynnum
og skilningi Norðurlandabúa á menningu og lífsvenjum
fólks í Bandaríkjum Norður-Ameríku og greiða fyrir
þeim, er leggja stund á að nema einhverjar sérgreinir,
sem snerta Ameríku, svo sem amerískar bókmenntir, sögu,
enska tungu, listir í Ameríku og margt fleira. Félag þetta
er ungt að árum og var stofnað 1959. Stjórnarmaður þess
af Islands hálfu er Hreinn Benediktsson prófessor.
Ráðstefnan í Sigtuna er hin fyrsta, sem félagið efnir
til, og er óhætt að segja, að hún tókst með ágætum og var
hin ánægjulegasta í alla staði. Umræðuefni ráðstefnunn-
ar var: ,,The American Impact on Scandinavia“ eða ame-
rísk áhrif á Norðurlöndum. Segja má því, að af miklu
væri að taka í umræðum manna, því að amerísk áhrif, hvort
sem okkur líkar betur eða verr, eru orðin geysimikil á allt
þjóðlíf í þessum löndum og ef til vill meiri en sumir vilja
trúa í fljótu bragði.
Við opnun ráðstefnunnar töluðu þeir Tage Erlander for-
sætisráðherra Svíþjóðar og Graham Parson sendiherra
Bandaríkjanna í Svíþjóð. Síðan hófust fyrirlestrar af