Menntamál


Menntamál - 01.12.1961, Side 19

Menntamál - 01.12.1961, Side 19
MENNTAMAL 205 ingar. Læknavísindin geta án efa veitt okkur dýpri skiln- ing á einstökum þáttum lestrarins. f sjúklegu ástandi heil- ans verða ferlarnir oft einfaldari og veitir það læknun- um oft tækifæri til þess að gera mikilvægar athuganir. Á hinn bóginn veit ég ekki dæmi þess að hagnýt sjúkdóms- grein'ing eða skipuleg fræðsla og meðferð hafi frjóvgazt af tilgátunum um orðblinduna. Hvatvísleg fullyrðing um orðblindu getur að mínum dómi orðið til tjóns, og mun ég rökstyðja það síðar. Ég er sjálfur kennari, og sú greining, sem ég beiti, er ekki einhliða. Hún er nánast blendingur af hinum læknis- fræðilegu og uppeldis- og sálfræðilegu sjónarmiðum. Meta verður alla viðbragðshætti barnsins, og gefa verður gaum jöfnum höndum að umhverfisáhrifum sem ásköpuðum þáttum. Hér á eftir mun ég fjalla nokkuð um helztu gerðir treg- læsis meðal barna. Þau fræðilegu heiti, sem ég nota, eru fyrst og fremst valin með hliðsjón af hagnýtri kennslu og væntanlegri meðferð. Flokkun er ævinlega nokkuð handahófskennd, og þar eru flóknir hlutir gerðir einfald- ir, en hún er handhæg og nauðsynleg, ef gera skal grein fyrir flóknu viðfangsefni á fáum mínútum. Ég mun byrja á því að athuga lítilsháttar þá örðugleika, sem ég hef flokkað undir heyrnar- og hreyfitreglæsi. Þessi lestregða auðkennist meðal annars af eftirfarandi: Örðugleikanna gætir næstum ávallt bæði í lestri og stafsetningu. Þeir koma mjög oft fram við að læra að þekkja stafina. Barn- ið greinir ekki milli hljóðlíkra stafa, eins og t. d. b-d-p (hér verður að hugfesta, að átt er við bókstafina eins og þeir eru bornir fram í svo kallaðri hljóðaðferð). Svo er hér dæmi um aðra stafi, sem valda örðugleikum af hljóð- fræðilegu tagi, tveir og tveir saman: d-t, g-k, v-f, n-m, y-i. Við öll þessi hljóð er þörf á hljóðnæmu eyra til þess að greina á milli þeirra, einkum ef þau eru æfð eftir hljóð- aðferð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.