Menntamál - 01.12.1961, Blaðsíða 54
240
MENNTAMÁL
Skoðanakönnunin leiddi í ljós, að 96 % nemenda í 2. bekk
gagnfræðastigs líkaði skólavistin vel eða ágætlega, og að-
eins 3,3% undi þar illa sínum hag. Oft heyrist talað um
skólaleiða og námsþreytu, og er stundum talað um nem-
endur sem hálfgerða píslarvotta skólakerfis og fræðslu-
laga. Slíkt tal er næsta oft mjög yfirborðskennt og lítt
hugsað. Mistök í skólastarfi eru oftar sök einstaklinga
fremur en skólakerfis.
Hitt er satt, að nemendur vinna verk, sem venjulega er
erfitt og lýjandi, og þurfa því bæði góða hvíld og tilbreyt-
ingu. Svo er líka að sjá sem þeir hafi nokkurn tíma til
að sinna eigin hugðarefnum til dæmis horfa á kvikmyndir,
fara í leikhús og hljómleika, hlusta á útvarp, spila, tefla og
stunda margháttuð félagsstörf. Má til dæmis nefna, að
77% horfa á leiksýningar og margir sækja hljómleika,
söngskemmtanir og fleira þess háttar. Þeir hlusta mikið
á útvarp, helzt fréttir og getraunaþætti, 88% þeirra spila
á spil, og 65%; kunna að tefla. En ekki má gleyma því, að
um 80% sækja kvikmyndahús einu sinni á viku eða oftar,
en áhrif kvikmynda geta verið á ýmsan veg, eins og öllum
er Ijóst.
Þátttaka í ýmiss konar æskulýðsfélögum verður að telj-
ast mikil, til dæmis eru um 50% þessara unglinga í skáta-
félögum, stúkum og K.F.U.M. og K. Fjöldi er og í ýmiss
konar íþróttafélögum.
Nýlega var sett á laggirnar nefnd, Æskulýðsráð Reykja-
víkur, sem starfar að því í samvinnu við skólayfirvöld
bæjarins, að leiðbeina æskufólki og aðstoða það við tóm-
stundastörf, og eru margir starfshópar og klúbbar á veg-
um þess á vetrum.
Er þar fyrst og fremst lögð áherzla á hagræn störf og
menntandi, haldin námskeið í margs konar starfsgreinum
og tómstundaiðju. En einnig hafa skólarnir á sínum veg-
um ýmiss konar tómstunda- og félagsstörf. Hafa meðal
annars um 40% fjórtán ára unglinga leikið í sjónleikjum