Menntamál - 01.12.1961, Blaðsíða 75
MENNTAMAL
261
líta yfir blaðsíðuna, og á eftir reynir hann að gera stutta
skilmerkilega grein fyrir efninu.
Fyrirlestrar hafa lengi tíðkazt í kennslu í æðri skólum,
þótt nú sé um aðferðina deilt. Árangurinn verður því
betri sem fyrirlesara tekst að gera áheyrendur virkari.
Áheyrendur skyldu eiga kost á að taka fram í fyrir fyr-
irlesaranum og skjóta inn spurningum. Fyrirlesarinn get-
ur t. d. talað í nokkra stund, síðan má rökræða um sinn
o. s. frv. Aðferðin og framkvæmdin ræðst af efni og áheyr-
endum. Fyrstu fyrirlestrar nýrrar námsgreinar í háskóla
flytja sjaldan margar staðreyndir fram yfir það, er
kennslubækurnar geyma, en uppeldislegt gildi þeirra er
undir því komið, að þeir veiti yfirsýn, nauðsynlegar
skýringar og bendi á staðreyndir, sem ekki eru auðfengn-
ar á prenti. í háskólum eru oft fluttir flokkar erinda. Er
að sjálfsögðu mikilvægt að sækja erindin reglulega. Þar
eð fyrirlesarinn miðar oft við ákveðna námsbók eða jafn-
vel fleiri námsbækur, er skynsamlegast fyrir nemendur
að lesa viðeigandi rit. Slíkt eykur mjög nytsemi erind-
anna. Gott er að þjálfa áheyrnarlist sína með því að
skrifa niður minnisatriði úr fyrirlestrunum. Ekki mega
þau þó verða svo umfangsmikil, að áheyrandinn týni efn-
isþræðinum eða missi af því, sem feitt er á stykkinu hjá
fyrirlesaranum. Skynsamlegt er að rita hjá sér helztu
punkta eina, svo að meginsjónarmið vinnist. Stundum
getur verið rétt að rita í samanþjöppuðu formi helztu
rökleiðslur, t. d. skýringar á flóknum viðfangsefnum. Síð-
an geta menn farið yfir minnisblöðin í næði eftir erind-
in. Slíkt ber að gera við fyrstu hentugleika! Margt rifj-
ast þá upp, svo að myndin verður sæmilega heilleg, og
minnisblöðin nýtast betur við próflestur.
Sjálfstraustið skiptir miklu máli í námi sem og í öllu
starfi, er á þolrifin reynir. Af þeim sökum veltur meira
á samfélagslegri aðlögun námsmanna en flestra annarra
manna. Skortur á innra jafnvægi, kjarkleysi við að fær-