Menntamál - 01.12.1961, Blaðsíða 72
258
MENNTAMÁL
stærðfræðináminu frá einföldustu byrjun til algebru og
infinitesimalreiknings í framhaldsskólum. En þetta á ekki
við stærðfræðina eina. Allar greinar verða stórum auð-
lærðari, ef numið er með skilningi, þar sem hvert spor
fram á við leiðir af nýjum skilningi. Að öðrum kosti
verður grunnurinn ótraustur og gefur eftir, þegar kröf-
ur vaxa um auknar sértækar ályktanir. Stærðfræðin er
öðrum greinum kerfisbundnari og byggð á afleiðslu. Hver
nýr liður verður leiddur af öðrum fyrri.
Annað skilyrði fyrir því, að numið sé með skilningi, er
að gera sér heildaryfirlit yfir námsefnið. Einkum á það
við, eftir að nemandinn er kominn allvel áleiðis í grein
sinni, t. d. ef nema skal heila bók. Þegar lesa skal nýja
kennslubók, er skynsamlegast að byrja á því að lesa efn-
isskrána. Ef hún er vel gerð, veitir hún sæmilega fræðslu
um efni bókarinnar. Oft eru meginsjónarmið og kenn-
ingar höfundar sett fram í formála eða inngangi bókar.
Atriðaskrá, ef einhver er, getur líka sagt til um viðfangs-
efni ritsins. Oftast nær er skynsamlegt að fletta bókinni.
Einnig getur verið gott að líta lauslega yfir einstaka kafla
eða kaflahluta, áður en þeir eru lesnir með gaumgæfni.
Með þeim hætti vinnst skilningur á því, hvernig höfund-
ur fer með efnið, og auk þess sést, hver viðfangsefnin
eru.
f ýmsum handbókum, einkum á ensku máli, er stuttur
útdráttur í lok hvers kafla eða í lok bókar. Slíkt auðveld-
ar lesturinn.
Miklu varðar, að ekki sé of mikið tekið fyrir í einu, og
á það við bóklegt nám svo sem allt nám annað. Sálfræði-
legar tilraunir hafa leitt í ljós, að námsárangur verður
betri, ef yfirferðum er dreift hóflega heldur en ef lesið
er hvað eftir annað í lotunni. Þegar umfangsmikið efni
skal numið, skapast ekki hagstæð hugtengsl ein, heldur
og óhagstæð. Hin óhagstæðu tengsl virðast færri, ef náms-
efninu er skipt í hóflega stóra kafla. Hér ber ef til vill