Menntamál - 01.12.1961, Blaðsíða 92
278
MENNTAMÁL
Bjarni Bjarnason kennari.
Fæddur 2J+. janúar 1900. — Dáinn 25. maí 1961.
Á allt sem áttum, sundurleitt
og saman,
er sætzt og þakkað — alvöruna
og gaman!
Ég finn til skarðs við auðu ræðin
allra,
sem áttu rúm á sama aldarfari.
St. G. St.
Nú eru rúmlega þrjátíu
ár síðan Austurbæjarskól-
inn í Reykjavík tók til
starfa. Við, sem fórum að
kenna við hann næstum því
strax og hann byrjaði, get-
um margs minnzt frá hans
fyrstu dögum, og þá eink-
um samstarfsmanna. Sum-
ir þeirra komu víðs vegar
að af landinu, en aðrir höfðu áður starfað við Miðbæjar-
skólann, sem þá var eini opinberi barnaskólinn í Reykjavík
má segja. Flestir þessir kennarar áttu að baki sér margs
konar reynslu í kennslustörfum, bæði við farskóla og fasta-
skóla. Ég held, að það sé ekki ofmælt, þó að sagt sér, að
mikill áhugi ríkti meðal þessara kennara um að vinna nem-
endum skólans sem mest og bezt gagn, enda latti ekki
hinn ungi, glæsilegi og vel menntaði skólastjóri, Sigurður
Thorlacius, menn til starfa í þágu ungu kynslóðarinnar.
Eins og eðlilegt er, eru margir þessir gömlu félagar
horfnir frá skólanum. Sumir kenna við aðra skóla í bæn-