Menntamál - 01.12.1961, Blaðsíða 57
MENNTAMÁL
243
Af framan sögðu um sumarvinnu unglinga virðist ljóst,
að varla þurfi að hugsa unglingum í Reykjavík fyrir tóm-
stundaverkefnum yfir sumarmánuðina.
Ekki hef ég nákvæmar upplýsingar um, hversu mikið
kaup umræddir 14 ára unglingar fengu síðast liðið sumar.
En það er eðlilega nokkuð misjafnt, piltar fá að jafnaði
meira kaup en stúlkur, í sveit er hluti af kaupinu goldinn
í fæði, og margt fleira kemur til álita. En vitað er, að
tæplega 41% unglinganna fékk meira en 5000 krónur og
rúmlega 16% meira en 10.000 krónur. Margar stúlkur
fengu 3000—5000 krónur, og vitað er um pilta, sem báru
úr býtum meira en 20 þúsund krónur s. 1. sumar.
Því miður hef ég ekki glögga vitneskju um, hvernig
hinir ungu Reykvíkingar vörðu sumarkaupinu sínu, en
ég hygg, að yfirleitt hafi því verið fremur vel varið, enda
munu foreldrar oftast hafa þar hönd í bagga. Flestir
kaupa sér föt og bækur, geyma vasapeninga til vetrar-
ins og safna til ferðalaga. Er mjög athyglisvert, að rúm-
lega 18% umræddra unglinga hafa ferðazt til útlanda,
og er ég ekki í vafa um, að mörg þeirra hafa kostað þa
för sjálf að miklu eða öllu leyti. En benda má á, að ferða-
lög frá íslandi til annarra landa eru mjög kostnaðarsöm
vegna fjarlægðar landsins frá öðrum löndum, og aðalfar-
artækin eru flugvélar.
Þótt álag skóla og sumarvinnan kunni ef til vill að
hvíla heldur þungt á sumum einstaklingum, verður ekki
með sanni sagt, að reykvísk æska sé þústuð eða kyrkings-
leg. Þarf ekki annað en líta yfir hópa skólafólks til þess
að sannfærast um, að unglingarnir eru hraustlegir og
bráðþroska, enda leiða mælingar skólanna í ljós, að börn
og unglingar eru til muna stærri og þyngri nú en nem-
endur á sama aldri voru fyrir 20—40 árum. Og þar eð
sálfræðingar telja, að andlegur þroski virðist nokkurn
veginn samsvara líkamlegum þroska á þessu aldursskeiði,
má álykta, að hin andlega geta hafi einnig farið vaxandi.