Menntamál - 01.12.1961, Blaðsíða 48
234 MENNTAMÁL
Norðlenzka Vestfirzka Sunnlenzka Hornfirzka
þau þauq þauq þauq þauq
sæll sædl sadl sædl sædl
karl kadi kadl kadl karl
kalt kalild kahld kahld kahld
mælt mælt mæhld mæhld mæhld
(af mæling) bagi bæi bæi bæi baji
bogi bojji b°jji b°jji boji
átmatur át-matur ád-madur ád-madur átmadur
kjöt kjet kjed kjed kjöd
sagði sagði saqdi saqði saqði
kyrr kjur kjur kjur kjur
svo so so so so
borð borð bord borð borð
Þeim, sem fella sig illa við útlit þessarar stafsetning-
ar, má benda á, að þetta er málamiðlun milli tveggja
sjónarmiða, því að bæði er reynt að víkja sem minnst frá
hefðbundinni stafsetningu, en túlka þó svo vel sem verða
má það lifandi tungutak, sem býr á bak við hin dauðu
tákn. Auðvitað má deila um einstök atriði, en erfitt mun
þó að komast miklu nær þessu marki.
Að lokum verður hér hljóðritað eitt erindi eftir Jónas
Hallgrímsson á móðurmáli hans, norðlenzkunni, og má
af því nokkuð ráða, hvernig hljóðritun þessi lítur út á
prenti.
Til samanburðar skal þetta sama erindi hljóðritað eftir
alþjóðlega kerfinu, og geta menn þá séð, hve miklu f jarlæg-
ara það er ritvenjum okkar, án þess að mikið sé þó með því
unnið í nákvæmni.
Einföld hljóðritun:
Ásdkjæra ilhíra málið
oq adlri rödd feqra,
blíð sem að badni kvað móðir
á brjósdi svankvítu,
móðurmálið mitt góða,