Menntamál - 01.12.1961, Blaðsíða 94
280
MENNTAMAL
Bjarnasyni hefðum við fljótt komizt að raun um, að þar
skorti nemendur ekki verkefni. Allir, sem til þekkja, vita,
hvílíkur ávinningur það er fyrir vellíðan nemenda og
framgang í námi, en þessir tveir þættir fylgjast oft mjög
fast að í barnaskólum. Og ef við hefðum athugað verk-
efni nemendanna hefðum við fljótt séð, að þau voru sam-
in og fjölrituð af kennaranum sjálfum, í lestri, skrift og
reikningi. Verkefni þessi voru unnin af verklegri snilld
og nákvæmni; þau voru að allra dómi framúrskarandi vel
gerð og hugsuð. Ég tel víst, að ýmis verkefni, sem hann
notaði í áðurnefndum námsgreinum, hljóti að koma að
gagni, verði þeim haldið til haga. Þau bera vitni hinum
gáfaða og lærða kennara, persónuleika hans og tækni.
Bjarni var einn þessara manna, sem alltaf eru að nema
með lestri góðra fræðibóka. Hann sagði oft frá ýmsu, sem
hann var að kynna sér, og þá með sinni góðlátlegu kímni,
sem kryddaði mál hans. Fróðleikurinn var skemmtan hans
og yndi. Hann fylltist barnslegri hrifningu, er hann las
um einhverjar furður á sviði vísindalegra sannana og
uppgötvana.
Þekkingu sinni, vandvirkni og lærdómi beitti Bjarni á
fleiri sviðum en í kennslunni. Það er mörgum kunnugt,
hvílíkur frumúrskarandi garðyrkjumaður hann var. Ár-
bæjarbletturinn hans mun lengi sanna það mál, bera vitni
elju hans, snilld og smekkvísi. Mér finnst að hann ætti
að heita Bjarnalundur til heiðurs þeim, sem lagði þar
fyrstur hönd á plóginn. Þessar línur um minn gamla fé-
laga og samstarfsmann eiga að vera ofurlítil lýsing á kenn-
aranum og manninum, Bjarna Bjarnasyni.
Allt hið almenna, uppruni, nám, kennslustaðir, hjú-
skapur og fleira geymist í kennaratalinu 1. bindi bls. 64.
Ég trúi því, að áhrif starfs hans, eins og allra góðra
kennara, varðveitist lengi í hug og hjörtum fjölda ung-
menna, sem hann leiðbeindi á fyrstu skólagöngu þeirra.
Jónas Jósteinsson.