Menntamál - 01.12.1961, Blaðsíða 80
266
MENNTAMAL
„Ég felli lóðlínu frá efra horni vinstra megin og aðra
frá efra horni hægra megin. Ég framlengi grunnlínuna
til hægri. Ég nefni þessa tvo nýju punkta e og f.
Og þegar hann hafði sannað jafnlengd vissra línustrika
og jafna stærð horna í myndinni, eftir ströngustu regl-
um, og jafnan vísað til áður numinna atriða, sannaði
hann jöfnuð þríhyrninganna sem hjálparlínurnar mynd-
uðu á venjulegan hátt, og loks það að flatarmál samsíð-
ungs er jafnt margfeldi grunnlínu og hæðar.
„Þið finnið það, sem ég nú hefi sýnt ykkur í reiknings-
bókinni ykkar á 62. síðu. Farið þið yfir það heima og
ítrekið það trúlega, svo að þið lærið það vel.“
Kennarinn gaf nú mörg dæmi, öll um flatarmál sam-
síðunga, ólíkra að lögun og af ýmsum stærðum, og með
því að þetta var „góður bekkur“ voru öll dæmin reiknuð
fljótt og rétt. í lok stundarinnar gaf kennarinn nemend-
unum 10 heimadæmi sama efnis.
Ég mætti í næstu reikningsstund, daginn eftir.
Kennarinn lét einn nemandann sýna og segja hvernig'
flatarmál samsíðungs væri reiknað. Nemandinn gerði það
greinilega, auðséð að hann hafði numið atriðið vel. Kenn-
arinn hvíslaði að mér: „Og hann er ekki sá bezti, áreiðan-
lega kunna hin það engu síður.“ Skrifleg æfing sýndi og
góða leikni.
Flestir mundu segja: „Þetta er ágæt kennsla, hér
er settu marki vissulega náð.“ En mér varð órótt er ég
virti bekkinn fyrir mér, og ég spurði sjálfan mig: „Hvað