Menntamál - 01.12.1961, Blaðsíða 125
MENNTAMÁL
311
1. Eftir Jjví sem þjóðíélagið verður flóknara, koma upp æ fleiri
vandamál í uppeldinu, ekki sízt eftir að mæður fóru í ríkara mæli að
vinna utan heimilis. Þessi margþættu vandamál eru oft þses eðlis, að
ckki er á annarra færi en uppeldis- og sálfræðinga að greiða úr
þeim. Auk þcss er það oft geysilega mikill styrkur við sjálft skóla-
náinið að njóta leiðsagnar sérfræðings.
Fyrir því skorar aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar á fræðslu-
málastjóra, Alþingi og ríkisstjórn að flýta, svo sem auðið er, fyrir því,
að liinir stærri skólar að minnsta kosti eigi kost á slíkri þjónustu
sérfræð'inga, sem venjulegur barnakennari hefur ekki aðstöðu til aö
veita.
Það mætti t. d. hugsa sér, að sálfræðistofnun í liöfuðstaðnum hefði
aðstöðu til að senda sálfræðinga út til liinna stærri skóla landsins.
Einnig mætti hugsa sér, að einn sálfræðingur væri t. d. búsettur á
Akureyri og féti að einhverju leyti í té þjónustu í liinum stærri skól-
um á Norðurlandi.
En ltvernig sem slíku yrði annars liáttað, er það mikil menningar-
leg nauðsyn að' koma þessari þjónustu á setn fyrst.
2. Þegar þess er gætt, að kennarastaðan, og þá einkum barnakenn-
ara, er ein hin mikilvægasta ábyrgðarstaða í þjóðfélaginu, virðist ein-
sætt að rnjög þurfi að vanda val á mtínnum í slíkar sttiður. Það verður
bezt gert með' því að gera stöðuna eftirsóknarverða.
Nú blasir hins vegar við' sú staðreynd, að vegna lélegra launa-
kjara kennara liggur við borð, að loka þurfi mtírgum skólum vegna
kennaraskorts og með hverju ári gengur verr og verr að fá kennara
með kennararéttindum að skólum landsins, ekki aðeins að hinum
smærri skólum og farskólum, lteldur einnig hinum stærri kaupstaða-
skólum.
Ef þessi flótti frá kennarasttírfum heldur álram, sem allar lfkur
benda til, að óbreyttum launakjtírum, horfir til slfkra vandræða í
þessum cfnum, að eigi hefur áð'ur þekkzt slíkt.
Fyrir því skorar aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar á fræðslu-
málastjórn, Alþingi og ríkisstjórn að taka mál þetta til alvarlegrar
íhugunar og úrbóta, svo að flóttinn frá kennarastarfinu verð'i stöðv-
að'ur, og aftur geti hafizt eðlilegt framboð’ á kennurum í þjóðfélaginu.
Treystir fundurinn þingi og ríkisstjórn til að ráða nú Jjegar bót á
þessum vanda.