Menntamál - 01.12.1961, Blaðsíða 25
MENNTAMÁL
211
sjónrænt treglæsi (audio-visuel dyslexi). Meðal barna í
þessum flokki rekumst við á auðkenni svipuð og í heyrn-
ar og hreyfi-treglæsinu, sem og í sjónrænu treglæsi. Því
hefur verið haldið fram, að þetta blendingsafbrigði sé al-
gengast, og hreinar myndir af heyrnar- og hreyfitreglæsi
og sjónrænu treglæsi séu mjög fátíðar. Þetta tel ég ekki
vera rétt, en ég hef haft tækifæri til að fylgjast með
börnum í sérkennslu, um lengri eða skemmri tíma, sem
virtust haldin heyrnar- og hreyfitreglæsi. Það kemur nefni-
lega mjög oft í ljós, að sjónrænu skekkjurnar hverfa
sjálfkrafa eftir að hljóðfræðilegum þætti lestrarins hefur
verið komið í gott horf. Hinar sjónrænu skekkjur eru þá
aðeins merki um takmarkaða lestrareynslu. Hljóðrétt staf-
setning er eðlileg, þangað til barnið hefur séð eitthvert
ákveðið orð nógu oft. Þannig hefur það komið í ljós, að
ástæðan fyrir mistökum barns var tengd túlkun heyrnar-
áhrifanna, enda þótt fleira virtist koma til við fyrstu sýn.
Þegar skera skal úr í þessu efni, án þess að hafa fylgzt
með barninu í sérkennslu, má oft átta sig nokkuð af sjúk-
dómsögunni.
Þá mun ég fara nokkrum orðum um þann flokk lestrar-
og stafsetningarörðugleika, er ég leyfi mér að kalla geð-
rænt treglæsi til aðgreiningar frá framanskráðum flokk-
um, þar sem örðugleikarnir eru fyrst og fremst bundnir
við túlkun og skynjun. Fjölmörg treglæs börn eru tauga-
veikluð. Ástæður taugaveiklunarinnar geta verið fjöl-
margar. Það er einsætt, að geðræn vandamál geta verið
bein afleiðing af þeim örðugleikum, sem treglæst barn
mætir í náminu. En hins vegar geta líka lestrarörðugleik-
arnir stafað af geðrænum vandamálum, og eru þeir þá
merki um önnur vandkvæði, sem byrja verður á að kippa
í lag. Slík afbrigði kalla ég geðrænt treglæsi. Þetta af-
brigði getur minnt mjög á sjónræna treglæsið. Barnið er
spennt og æst við lesturinn, og oft verður það stefnuvillt,
en stafsetningin virðist sjaldan truflast að verulegu ráði.