Menntamál


Menntamál - 01.12.1961, Page 75

Menntamál - 01.12.1961, Page 75
MENNTAMAL 261 líta yfir blaðsíðuna, og á eftir reynir hann að gera stutta skilmerkilega grein fyrir efninu. Fyrirlestrar hafa lengi tíðkazt í kennslu í æðri skólum, þótt nú sé um aðferðina deilt. Árangurinn verður því betri sem fyrirlesara tekst að gera áheyrendur virkari. Áheyrendur skyldu eiga kost á að taka fram í fyrir fyr- irlesaranum og skjóta inn spurningum. Fyrirlesarinn get- ur t. d. talað í nokkra stund, síðan má rökræða um sinn o. s. frv. Aðferðin og framkvæmdin ræðst af efni og áheyr- endum. Fyrstu fyrirlestrar nýrrar námsgreinar í háskóla flytja sjaldan margar staðreyndir fram yfir það, er kennslubækurnar geyma, en uppeldislegt gildi þeirra er undir því komið, að þeir veiti yfirsýn, nauðsynlegar skýringar og bendi á staðreyndir, sem ekki eru auðfengn- ar á prenti. í háskólum eru oft fluttir flokkar erinda. Er að sjálfsögðu mikilvægt að sækja erindin reglulega. Þar eð fyrirlesarinn miðar oft við ákveðna námsbók eða jafn- vel fleiri námsbækur, er skynsamlegast fyrir nemendur að lesa viðeigandi rit. Slíkt eykur mjög nytsemi erind- anna. Gott er að þjálfa áheyrnarlist sína með því að skrifa niður minnisatriði úr fyrirlestrunum. Ekki mega þau þó verða svo umfangsmikil, að áheyrandinn týni efn- isþræðinum eða missi af því, sem feitt er á stykkinu hjá fyrirlesaranum. Skynsamlegt er að rita hjá sér helztu punkta eina, svo að meginsjónarmið vinnist. Stundum getur verið rétt að rita í samanþjöppuðu formi helztu rökleiðslur, t. d. skýringar á flóknum viðfangsefnum. Síð- an geta menn farið yfir minnisblöðin í næði eftir erind- in. Slíkt ber að gera við fyrstu hentugleika! Margt rifj- ast þá upp, svo að myndin verður sæmilega heilleg, og minnisblöðin nýtast betur við próflestur. Sjálfstraustið skiptir miklu máli í námi sem og í öllu starfi, er á þolrifin reynir. Af þeim sökum veltur meira á samfélagslegri aðlögun námsmanna en flestra annarra manna. Skortur á innra jafnvægi, kjarkleysi við að fær-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.