Menntamál - 01.12.1966, Side 17
MENNTAMÁL
223
un, sýnist mér, að ekki megi hún vera minni en sem svarar
til stúdentsprófs. Þó er sjálfsagt æskilegt, að hún sé að
ýmsu leyti með öðru sniði og áherzlur lagðar á námsgreinar
á annan hátt. Til dæmis væri viðeigandi, að kennaraefni
ættu þess kost að auka þekkingu sína sérstaklega í þeim
greinum, sem áliugi og hæfni þeirra beinist einkum að. Að
öðru leyti sýnist mér, að hin mannfræðilegu og þjóðfélags-
legu vísindi þyrftu að skipa virðulegan sess í kennaraskóla.
Rétt er að leggja megináherzlu á hina almennu menntun
fyrstu ár námstímans og stefna að því, að lienni sé að mestu
lokið eftir fjögurra ára nám.
Fyrstu tvö ár námstímans yrðu að litlu leyti frábrugðin
venjulegu menntaskólanámi. Þó yrði að sjálfsögðu strax
byrjað á því að reyna að móta félagsþroska nemandans,
glæða áhuga hans og virðingu fyrir hlutverki kennarans.
Að loknu tveggja ára nárni yrði smátt og smátt l'arið að
kynna nemandanum kennslustörf og honum væri veitt
byrjunarinnsýn í meginatriði uppeldis- og sálarfræði. Hin
síðari fjögur ár námsins yrðu hinn eiginlegi kennaraskóli.
Nemandinn fengi þá stefnufasta kennslu í uppeldis- og
sálarfræði, skólasögu, kennslufræði og kennslutækni og
fleiri skyldum greinum. Samhliða því færi fram rækileg
þjálfun á sem flestum sviðum skólastarfs. Á síðasta náms-
ári væri nemandinn þjálfaður í uppeldis- og kennslufræði-
legri tilrauna- og rannsóknarstarfsemi. (Því má skjóta inn,
að ef stúdentar vildu leggja stund á kennaranám, v;eri
menntaskólanámið lagt að jöfnu við fyrstu fjögur ár kenn-
araskólans.)
Þetta eru þá í mjög stórum dráttum þær hugmyndir, sem
ég geri mér um endurbætur á menntun kennara. Þó að
þær séu stórt stökk frá þeirri menntun, sem nú er veitt,
lield ég að þær séu ekki ýkja frábrugðnar J:>eim kröfnm, sem
víða er farið að gera erlendis.
Það ætti ekki að leika nokkur vafi á Jdví, að sjálfsagt er, að
kennarinn sé svo vel menntaður maður, að hann sé fær um