Menntamál - 01.12.1966, Page 19
MENNTAMÁL
225
kennarans á nemandanum og hæfni hans til uppeldislegra
leiðbeininga. Þessar staðreyndir leiddu til þeirrar ályktun-
ar, að í rauninni væri eitt verkefni öðrum brýnna, það að
finna lausn á þeirri hörðu skólakreppu, sem nú stendur sem
hæst, lausn, sem gerði skólanum kleift að vera sterkt og
áhrifamikið afl í uppeldis- og fræðsluviðleitni þjóðarinnar,
án þess að rýra aðlögunarhæfni sína og án þess að missa
sjónar af þjóðlegum verðmætum.
Viðbúið er, að þær ábendingar, sem ég hef komið á fram-
færi hér, verði ekki taldar merkilegt framlag til lausnar á
þessum vanda. Það getur líka vel verið, að engin lausn sé
finnanleg. Hver veit nema nútímamaðurinn hafi flækt sig
í þvílíkt menningarlegt og sálarlegt öngþveiti, að engin
leið sé fær úr þeim ógöngum. Ekki skal ég segja neitt um
það. Eitt getum við þó verið sammála um: okkur er skylt
að leggja fram það, sem við vitum bezt og réttast. Ég sé
ekki aðxa leið en þá að auka til nxuna fjölbreytni skólastarfs-
ins, lengja starfstímann og bæta stórlega memxtun keixnara.
Bætt starfsaðstaða skólans lilýtur að gera hann liæfari til
að gegna ætlunarverki sínu, og aukin menntun kennarans
hlýtur að gera hann víðsýnni, mannlegri og hæfari til að
hafa áhrif á, að nemendur hans verði betri menn og betri
íslendingar. En það er víst í sem stytztxi máli það, sem við
viljunx.