Menntamál - 01.12.1966, Page 25
MENNTAMAL
231
Tilraunahald í skólum
Á jntigi S.í.li. i sumar var benl á naudsyn þess, að kennslufraðilcgt
tilraunastarf væri liafiö i skólunum og skorað á forstöðumenn Skóla-
rannsókna og Menntamálaráðuneytið að beila sér fyrir því. Skóla-
rannsóknirnar hafa nu gert tillögur lil Menntamálaráðueytisins um
tilraunahald i skólum, og hefur ráðuneytið fallizt á þœr. Það er mikið
fagnaðarefni, að þetta merkilega og timabæra mál skuli hafa hlotið
eins rösklega afgreiðslu og raun ber vitni. Hér fer á eflir álitsgerð
Skólrannsóknanna.
ÁLITSGERÐ UM TILRAUNAHALD í SKÓLUM.
I.
Ég undirritaður leyfi mér að leggja það til, að Mennta-
málaráðuneytið veiti leyfi til tilraunahalds í skólum og
greiði tiltekið hlutfall kostnaðar við tilraunirnar, sé eltir-
töldum skilyrðum fullnægt:
1. Farið verði að kröfum Skólarannsókna um fræðilegan
undirbúning, eftirlit og skráningu tilraunanna. Þessar
kröfur eru þegar formfestar skjallega í meginatiðum,
og framvegis verður gert ráð fyrir því, að tilmæli um
tilraunir berist á sérstökum eyðublöðum, seni Skóla-
rannsóknir útbúa.
2. Fengið verði formlegt samþykki fræðslumálastj(')ra, við-
komandi fræðsluráðs eða skólanefnda, svo og skóla-
stjóra, til tilraunahaldsins.