Menntamál - 01.12.1966, Blaðsíða 52
258
MENNTAMÁL
Bioplastic.
lýsingar hjá Verlagsanstalt Leonhard Wolf, 8400 Regens-
burg 1, Haidplatz 2, í Þýzkalandi.
Bioplastic.
Hér er um að ræða líffæri og lífverur steypt í plast. Allir
kannast við sprittglösin, sem hafa að geyma hænuunga,
froska eða fiska á ýmsum þroskaskeiðum. Nú er komið nýtt
efni, kristaltært harðplast. Hluturinn er steyptur í þetta
plast. Óhætt er að láta nemendur á öllum aldri fá hlutinn
í hendur, því að engin hætta er á að hann brotni. Á síðustu
2—3 árum hafa margar smærri verur úr dýraríkinu, svo og
ýmsir smápartar úr mannslíkamanum verið steyptir í plast.
Nemendur geta skoðað hlutinn írá öllum hliðum, notað
stækkunargler og jafnvel smásjá. Sem sagt, gert sínar atliug-
anir eftir þörfum.
Meðal fyrirtækja, sem sýndu ágætar vörur á þessu sviði,
voru: Norstedt, Lilla Nygatan 13, Stockholm 2; Schlúter,
7057 Winnenden bei Stuttgart; Manfred Fennesz, Vienna
XIX, Greincgasse 16, Austurríki.
9. Didacta verður haldin í Hannover dagana 7. júní—11.
júní 1968.