Menntamál - 01.12.1966, Blaðsíða 55
MENNTAMAL
261
með hvoru tveggja hefur verið að raða nemendum í ólíka
bekki — ýmist í öllum eða einstökum námsgreinum —
þannig að dreifingin innan bekkjarins yrði minni. Hug-
myndinni um mismunandi námshraða liefur einnig verið
hreyft, í lauslegra formi, með sarna markmið í huga.
En sá sem er svo bjartsýnn að trúa því, að unnt sé að
minnka mismuninn á þeirn dugmestu og getuminnstu í
bekknum niður í t. d. i/3 með því að deila nemendunum
í 3 mismunandi bekki, fer að öllum líkindum villur vegar.
Þetta mál er langt frá því að vera fullranrisakað ennþá,
en tilraun með t. d. að raða í 3 bekki eftir niðurstöðu
greindarprófs og frammistöðu í reikningi og lestri, séð í
samhengi, leiddi til óvæntrar niðurstöðu. Dreifingin innan
hvers einstaks bekkjar í lestri og reikningi minnkaði að-
eins um 20%. í stað átta ára mismunar á lestrargetu þess
dugmesta og getuminnsta í hverjum bekk varð mismunur-
inn 6.4 ár. í öðrum námsgreinum: handavinnu, tónlist og
lesgreinum minnkaði dreifingin alls ekkert eða óverulega.
í Osloskolen (7/’65) skrifar Hjalmar Seirn tilraunastjóri
um starf tilraunaráðsins að námsmati (evaluering) hjá <>] 1-
um nemendum í unglingaskólanum með notkun sömu
prófa án tillits til þess, hverja af hinum þremur námsskrám
nemendurnir höfðu valið. Hann kemst m. a. að eftirfarandi
niðurstöðu: „Hið sameiginlega mat hefur leitt til niður-
stöðu, sem gefur til kynna, að það muni ekki í sjálfu sér
valda miklurn örðugleikum að meta allan árganginn á
sama hátt við lok 9. bekkjar. Að sjálfsögðu verður mismun-
urinn á beztu og lökustu frammistöðu mjög mikill, en
niðurstöðukúrfurnar sýna, að einnig við mat á frammistöðu
nemenda, sem numið hafa eftir sömu námsskrá dreifist
árangurinn um nœstum allt bilið, sem aldursflokkurinn
spannar." (Leturbreyting hér). Hér námu nemendurnir
eftir þrem mismunandi námsskrám í greinunum norsku,
stærðfræði, ensku og þýzku.
Af hverju stafar þetta?