Menntamál - 01.12.1966, Page 63
MENNTAMÁL
269
aðstoð að halda eða hvatningu fær hann sérstaka kennslu
hjá kennaranum án þess að aðrir þurfi að sitja aðgerðar-
lausir og hlusta á. Stöku sinnum fær bekkurinn allur sam-
eiginlega kennslu, en það er tiltölulega sjaldan. Mestan
hluta tímans vinna börnin einstaklingslega (þó oftast sitj-
andi í hópi) eða félagar í hópi vinna saman að sameigin-
legu verkel’ni.
í námsgreinum eins og lestri, skrift og reikningi hafa
börnin í sama bekk ekki sömu kennslubók. Það er alvana-
legt að verið sé með 4—5 mismunandi lestrarbækur ásamt
ríkulegu úrvali liliðarbóka til frjáls lestrar. Hvert barn
hefur sitt eigið vinnukort og merkir við þau atriði, sem
það hefur lokið við. Langflestar bókanna hafa inni að
halda verkefni eða með þeim fylgja vinnubækur til sjálf-
stæðrar vinnu — ýmist sem prófun á því sem lesið var eða
hvatning til áframhaldandi starfs. Hinar ýmsu bækur og
Verkefni eru af mismunandi þyngd og krefjast mismunandi
hraða í tileinkun námsefnisins, þannig að bæði dugminni
og getumeiri nemendurnir geta valið sér vinnubrögð við
hæfi.
Barnaskólarnir í Washington D.C. voru álitnir í meðal-
lagi góðir á amerískan mælakvarða, á þeim tíma sem ég
kynntist þeim. Sérstaklega átti héraðið í örðugleikum vegna
þess, að bekkirnir voru svona stórir og kennaraskipti tíð.
Kennararnir voru álitnir undir meðallagi að hæfni.
Samt sem áður: Það var mögulegt að kenna 40 nemend-
um í einu — og hafa um hönd alhliða einstaklingsbundin
vinnubrögð. Hvers vegna? Af því að allt skólakerfið hafði
jákvæða afstöðu til umfangsmikillar uppeldislegrar náms-
aðgreiningar: Skólarnir voru byggðir með þetta í huga,
kennararnir höfðu sjálfir íeynt þessi vinnubrögð i skóla-
námi sínu og lært tæknina við þau, og hjálpargögnin og
námsbækurnar voru samdar með þessa notkun fyrir aug-
um.
Ég get ekki skilið, hvernig við í okkar skóla eigum að