Menntamál - 01.12.1966, Page 69
MENNTAMÁL
275
séu þýddar bækur eftir höfunda, sem almenningur kunni
lítil eða engin skil á.
Víkur greinarhöfundur síðan nokkuð að því, hvaða ástæð-
ur muni liggja til þess, að íslenzkir rithöfundar láta ekki
meira að sér kveða á þessum vettvangi en raun ber vitni.
Og niðurstaða hans er sú, að það sé fyrst og fremst vegna
þess, að þeir, sem skrifa fyrir börn og unglinga, fái harla
litla hvatningu frá sarntíð sinni til slíkra ritstarfa. Barna-
bækur séu yfirleitt ekki taldar til bókmennta á íslandi og
barnabókahöfundar yfirleitt ekki taldir tii rithöfunda. Loks
hvetur greinarhöfundur til þess, að stefnt verði markvisst
að því að færa mál þessi í betra horf og verðlaun veitt fyrir
góðar barnabækur. Ef þjóðin vilji eignast góðar barnabæk-
ur, verði hún að hafa víðsýni og skilning til að ala sér upp
góða barnabókahöfunda.
Þar sem grein þessa ágæta skólamanns og rithöfundar
fjallar um mjög mikilvægt efni, sem ég hef áhuga fyrir og
oft hugsað um, vil ég leyfa mér að undirstrika efni hennar
með nokkrum orðum hér í tímariti kennarasamtakanna,
Menntamálum.
Það er vissulega kominn tími til fyrir okkur að vinna
að auknum skilningi á góðu lesefni fyrir börn og unglinga
og skilja, hve miklu það skiptir fyrir hverja þjóð, og raunar
ómetanlegt, að eiga góða höfunda, sem skrifa fyrir æskuna.
Allir hugsandi menn munu sammála um það, að fátt sé
meira um vert í menningarþjóðfélögum nútímans en upp-
eldi œskunnar. Æskan á að erfa landið og tekur við störf-
um okkar hinna eldri fyrr en varir. Mjög miklu skiptir,
að henni takist ekki verr að leysa af hendi sín verkefni en
okknr, — og helzt nokkru betur. En til þess þarf uppeldi
hennar að takast vel, enda er nú öllum ráðamönnum menn-
mgarþjóða að verða ljóst, að til þess megi ekkert spara.
f jármunir þjóða í þágu æskunnar séu á betri vöxtum en
ookkur annar höfuðstóll.
Með þessi sjónarmið í huga liggur harla ljóst fyrir, hve