Menntamál - 01.12.1966, Side 74
280
MENNTAMÁL
Ekki var þá tiltekið, hvernig vinna skyldi yfirlit þetta, og
þegar verkið var hafið kom brátt í ljós, að fáar upplýsingar
lágu fyrir um þessi mál. Ég ákvað þá að taka tii athugunnr
þrjú ár, þ. e. árin 1963, 1964 og 1965, og kanna, hvað gert
hafði verið þessi ár.
Eigi reyndist þó unnt að afla tæmandi upplýsinga í ein-
stökum atriðum, vegna þess að heimildir voru ekki tiltækar,
en ætla má, að þetta yfirlit gefi þó nokkra hugmynd um
það, sem gert hefur verið á þessu sviði nefnd ár.
Hér verður gerð nokkur grein fyrir þessari athugun, ef
það mætti verða til þess, að kennarasamtök og Menntamála-
ráðuneytið færu að skipuleggja viðhalds- og nýmenntun
kennara.
Þar sem könnun sú, er ég gerði, náði aðeins til þriggja
ára, liggja námskeið einstakra námsgreina utan þessa tíma-
bils og tíðni annarra verður e. t. v. meiri en yrði, væri
lengra tímabil tekið, en til þess geta legið eðlilegar orsakir,
svo sem ef verið er að kynna nýmæli eða ný viðhorf eða
verið er að bæta úr kennaraskorti í einhverri námsgrein.
Skipulag viðhaldsme?mtuiiar.
Engin ákvæði eru til um það, hvernig haga skuli við-
haldsmenntun kennara, með hvaða hætti hún skuli vera
eða hverjir skuli annast hana. Þá eru heldur engin ákvæði
til um það, að kennurum beri skylda til að halda við mennt-
un sinni, eftir að þeir eru komnir í starf.
En sitthvað er jró gert til jress að miðla kennurum fróð-
leik, og leggur ríkissjóður árlega nokkurt fjármagn fram
til þess að standa undir kostnaði af því.
Verður hér gerð grein fyrir jrví helzta, sem gert hefur
verið umrædd ár.
Ndmskeið og frœðslufuudi fyrir starfandi kennara hafa
eftirtaldir aðilar haldið ýmist einir sér eða í samvinnu sín
á milli: