Menntamál - 01.12.1966, Side 76
282
MENNTAMÁL
4. Orlof.
Samkvæmt lögum um orlof er heimilt að veita kennur-
um, sem kennt hafa í 10 ár eða lengur, leyfi frá kennslu
allt að einu ári á fullum launum, enda sanni viðkomandi,
að hann noti leyfið til þess að afla sér aukinnar þekkingar
í kennslugreinum sínum. Árlega njóta þessara réttinda 1 —
2% starfandi kennara.
5. Námsdvöl erlendis.
Á hverju ár sækja kennarar nám til annarra landa um
lengri eða skemmri tíma. Einkum munu kennarar erlendra
mála sækja mikið námskeið og skóla erlendis, en tölur
liggja ekki fyrir um þetta, né hve reglulega kennarar haf'a
sótt slík námskeið.
Skrá yfir kennaranámskeið.
Þar sem námskeiðin eru veigamesti þátturinn varðandi
viðhaldsmenntunina, þótti mér forvitnilegt að kanna, hve
víðtæk þau liafa verið þessi ár, og mun ég hér bæta við
þá skrá árinu 1966.
Skilin milli námskeiða og fræðslufunda eru ekki ætíð
alveg ljós, en sé ein námsgrein tekin fyrir og um hana fjall-
að, þó ekki sé nema í 2—3 daga, er það flokkað undir nám-
skeið, en undir fræðslufund, þegar ýmis efni eru tekin
fyrir.
Um fræðslufundi liggja ekki fyrir nægjanlega góðar
heimildir, til þess að ég hafi talið fært að gera skrá yfir þá,
hliðstæða skránni yfir námskeiðin.
Það skal tekið fram, að skráin yfir námskeiðin er tekin
saman eftir upplýsingum frá þeim aðilum, sem séð hafa
um viðkomandi námskeið. Hins vegar er hugsanlegt, að
fleiri námskeið hafi verið haldin umrætt tímabil, t. d. á
vegum einstakra skóla eða kennarafélaga, en upplýsingar
um þau eru mér ekki handbærar.