Menntamál - 01.12.1966, Page 95
MENNTAMÁL
301
5. Skagaströnd 14,—16. október. Aðalviðfangsefnið var starfræn
kennsla. Leiðbeinandi var Sigurþór Þorgilsson, kennari í Reykja-
vík.
Erindi flutti Valgarður Haraldsson nárnsstjóri um skólastarfið.
Þátttakendur voru 26.
Freeðslufundir.
Fræðslufundur fyrir íþróttakennara var haldinn í Revkjavík dagana
28. og 29. október s.l. Til fundarins var stofnað af íþróttafulltrúa
ríkisins og skólastjóra íþróttakennaraskóla íslands.
Aðalviðfangsefni fundarins var leikfinti og útivist.
A fundinum fluttu erindi:
Arni Guðmundsson skólastjóri,
Andri ísaksson sálfræðingur,
Benedikt Tómasson skólayfirlæknir,
Stefán Kristjánsson íþróttakennari,
Vignir Andrésson íþróttakennari og
Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi.
Seinni fundardaginn kom á funclinn Valdemar Hansteen, stjórnandi
leikfimiflokks frá íþróttaskólanum í Ollerup í Danmörku, sem liing-
að kom og sýndi fimleika. Skýrði Hansteen fyrir íþróttakennurum
æfingar, stökk og ýmsar starfsaðferðir.
Fundinn sóttu 118 íþróttakennarar.
Fræðslufundur var lialdinn á Selfossi dagana 6. og 7. nóvember fyrir
kennara á Suðurlandi.
Þar fluttu erindi:
Guðmundur Arnlaugsson rektor um stærðfræði,
Stefán Ól. Jónsson námsstjóri um starfsfræði í skólum og
Stefán Júlíusson framkvæmdastjóri um fræðslumyndir og kennslu-
tæki.
Þátttakendur voru 35.
I Kópavogi var fræðslufundur fyrir Kjósarsýslu og Kópavog 14.
nóvember.
Erindi fluttu:
Guðnnmdur Magnússon um lesgreinakennslu,
Stefán Ól. Jónsson námsstjóri um starfsfræði í skólum og
Stefán Júlíusson framkvæmdastjóri um fræðslumyndir og kennslu-
tæki.
Þátttakendur voru 52.