Menntamál - 01.12.1966, Síða 98
‘504
MENNTAMÁL
Bókafregnir
Jenna og Hreiðar Stefánsson: ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LESA.
Teikningar gerði Baltasar.
Útgefandi: Ríkisútgáfa námsbóka.
Prentun: Kassagerð Reykjavíkur.
Setning: Prentsmiðja Hafnarfjarðar.
Eins og öllum landslýð er kunnugt, hefur Ríkisútgáfa
námsbóka sent frá sér hin síðari ár rnargar ágætar náms-
bækur í ýmsum greinum og vel úr garði gerðar. Hefur þar
fátt verið til sparað, enda nú svo komið, að þessar bækur
útgáfunnar eru fyllilega sambærilegar við það bezta, sem
gert er á sama sviði meðal grannþjóðanna. Öllum kennur-
um er þetta að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni og er þeim
ljúft og skylt og flytja útgáfunni hugheilar þakkir og óska
henni til hamingju með hinn glæsilega árangur.
Á síðastliðnu sumri sendi Ríkisútgáfan frá sér litla,
fallega bók, sem bætir úr brýnni þörf. Þetta er bókin Það
er leikur að lesa, 112 blaðsíður í hæfilegu broti, eftir
hina kunnu barnabókahöfunda, hjónin Jennu og Hreiðar
Stefánsson. Teikningar í litum, margar og mjög góðar,
prýða bókina og gefa henni aukið gildi. Þær eru eftir Balt-
asar. Leturgerðin er greinileg og falleg.
Bók þessari er ætlað það hlutverk fyrst og fremst, að vera
æfingabók barna í lestri, — að brúa það bil, sem er milli
I.esbóka nýs flokks og Lesbóka I,—IV. flokks, og er 1. hefti
af fjórum, sem hugsað er í þeim tilgangi. Allir barnakenn-
arar munu fagna þessu framtaki Ríkisútgáfunnar og vera
höfundum þakklátir, því að þarna hefur einmitt vantað
tilfinnanlega hentugt æfingalesefni fyrir börnin.
Ég hef lesið þetta fallega hefti, mér til mikillar ánægju,