Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 5
Inngangsorð Þjóðfélagsbreyíingar á síðustu áratugum hafa orðið svo örar að líkja má við byltingu. Byltingin snertir ekki aðeins tækni efnahagslífsins; hún ummyndar allt menningarsniðið, þ. á m. skipulag og starfsháttu íræðslustarfseminnar í iðnþróuðum þjóðfélögum. Einn liður í „fræðslubyltingu nútímans“ eru þær breytingar, sem gerðar hafa verið á iilhögun kennara- nnenntunar austan hafs og vestan á undanförnum árum. Þessar breytingar eru til marks um, hvernig fræðslu- yfirvöld hafa brugðizt við hinum nýju kröfum iðnaðar- Þjóðfélagsins varöandi inntak og umtak almennrar menntunar; því að raunhæft svar við þeim hlýtur að Þýða samhliða breytingar á hinni almennu fræðslulög- gjöf annars vegar og löggjöf um kennaramenntun hins vegar. Svo vill einmitt til, að hér á landi er nú unnið samtímis að endurskoðun beggja þessara lagaþálka. Dómbærum mönnum mun hafa verið það Ijóst um hokkurt skeið, að löggjöfin, sem Kennaraskóla Islands var sett árið 1963, fullnægir ekki þeim kröfum, sem Qrannþjóðum okkar þykir hlýða að gera til kennara- aienntunar. Varðar þetta ekki sízt undirbúningsmenntun kennaranema og starfsþjálfun. Hinn 4. júli 1969 skipaði menntamálaráðherra nefnd, Þl þess að „endurskoða löggjöfina um Kennaraskóla Islands og gera tillögur um nýskipan kennaranámsins." ^ar nefndinni settur eins árs írestur íil að liúka störfum. Eitt fyrsta verkefni nefndarinnar var að afla gagna um aúgildandi löggjöf um kennaramenntun meðal grann- Þjóða okkar. Eftiríarandi yfirlit byggist að miklu leyti ó Þeim gögnum. Er því ætlað að sýna, hvernig menntun 'slenzkra kennara á barna- og gagnfræðastigi stendur al sér, samanborið við menntun kennara fyrir hliðstæð *r3eðslustig í nokkrum nálægum löndum. Til þess að skýra þennan samanburð þótti hentugast aS draga upp grófa mynd, er sýnir tengsl hins almenna nsms við kennaranámið með tilliti til aldurs nemenda, 'ímalengdar kennaranáms og greiningar þess eftir skólastigum hins almenna náms. Eru lesendur beðnir Urn að skoða það mál, er hér íer á eftir, nánast i;em skýringar við meðfylgjandi uppdrátt (bls. 88). Það skal áréttað, að uppdrátturinn iekur aðeins iil þess kennara- náms, sem veitir kennsluréttindi á hinum almennu fræðslustigum. Kennaramenntun í Danmörku Núgildandi lög voru sett 8. júní 1966; leystu þau af hólmi löggjöfina frá 11. júní 1954. Þótti orðin brýn þörf á endurskoðun löggjafarinnar, þar sem ný lög höfðu verið sett um skyldunámsstigið 1958 og 1962. Var þar kveðið á um ýmsar breytingar á kennsluháttum og námsefni, er kröfðust aukinnar þekkingar og uppeldis- fræðilegrar kunnáttu af kennurum. Hin nýja löggjöf um kennaramenntun í Danmörku kom til framkvæmda 1. ágúst 1969. Verður nú gerð grein íyrir helztu ákvæðum hennar. tnntökuskilyrði. Til inntöku i seminar er krafizt stúd- entsprófs eða HF-prófs (höjere forberedelseseksamen), sem telst í meginatriðum ígildi hins fyrrnefnda. HF-nám- ið var sérstaklega miðað við það, að undirbúnings- menntun fyrir kennaranám leiddi ekki til blindgötu, held- ur opnaði nemendum leið til annarra framhaldsskóla en kennararskóla einna. Áður hafði gagnfræöapróf, að viðbættu eins árs að- faranámi, nægt til inngöngu í seminar. Hófst þá kenn- aranám að öllu jöfnu við 18 ára aldur, en skv. núgild- andi lögum hefst það ári síðar, þ.e. að loknu iveggja ára námi frá gagnfræðaprófi að telja.i) Námstími. Menntun kennarar fyrir barna- og gagn- fræðastig tekur 31/2 ár hið skemmsta, og 4 ár hið lengsta, nema undanþágur komi til. Flest kennaraefni munu verja 4 árum til námsins — Ijúka því við 23ja ára aldur. Námsefni og skipulag. Skv. núgildandi lögum ber að haga kennaramenntuninni eftir tveim meginsjónarmið- um. í fyrsta lagi skulu allir kennarar á barna- og gagnfræðastigi hljóta samræmda menntun — slíka fræðslu í undirstöðugreinum skyldunámsins, að þeir séu færir um að kenna á öllum stigum þess og geti fylgt 1) Skv. lögunum frá 1958 telst 8., 9. og 10. skólaárið til gagn- fræðastigsins (realskoletrinet). Sumir gagnfræðaskólanna eru tengd- ir folkeskolen, aðrir menntaskólum með 10., 11. og 12. árið. MENNTAMÁL 87

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.