Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 10
Stefna S. I. B. í menntun kennara Á 21. fulltrúaþingi Sambands ís- lenzkra barnakennara var eftirfarandi ályktun um kennaramenntunina sam- þykkt með samhljóða atkvæðum: I. 21. fulltrúaþing S.Í.B. haldið í Melaskólan- um dagana 5.—7. júní 1970 telur brýna nauð- syn á því, að menntun kennara sé tekin til gagngerðrar endurskoðunar. Þingið fagnar því, að nefnd hefur verið skipuð til að vinna að endurskoðun laga um Kennaraskóla ís- lands, en minnir jafnframt á, að samhliða því starfi er nauðsynlegt að endurskoða lög ann- arra skólastofnana, sem mennta kennara til starfa í skólum landsins, svo að æskileg verkaskipting og samvinna verði tekin upp og eðlilegt samræmi skapist á þessu sviði. Þingið leggur áherzlu á, að það grund- vallarsjónarmið verði viðurkennt, að allt kenn- aranám skuli vera sérnám á háskólastigi. Þingið lítur svo á, að lengd námstímans þurfi að vera þrjú ár að minnsta kosti. Það telur rétt, að sameiginlegur námskjarni verði fyrir öll kennaraefni, en síðan velji nemendur sér kjörsvið og valgreinar. Þingið leggur á það höfuðáherzlu, að starfsþjálfun kennaraefna sé stóraukin frá því, sem nú er. Jafnframt telur þingið brýnt, að kennurum, sem annast æfingakennslu kenn- aranema, sé gefinn kostur á framhaldsnámi og þeim sköpuð viðunandi starfsskilyrði. II. Þingið krefst þess, að undinn verði bráður bugur að skipulagningu víðtækrar endur- menntunar starfandi kennara og skorar á menntamálaráðuneytið að beita sér fyrir því, að árlega verði varið ríflegri fjárhæð í þessu skyni. Ennfremur, að starfandi kennurum séu opnaðar fleiri leiðir hér innanlands til fram- haldsmenntunar og sérhæfingar á ýmsum sviðum skóla- og uppeldismála. MENNTAMÁL 92

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.