Menntamál - 01.06.1970, Page 9

Menntamál - 01.06.1970, Page 9
inn er sá, að færri annastundir koma í hlut almennrar msnntunar og uppeldisgreina, en fleiri í þágu sér- greina eða allt að þriðjungur. Á þessu stigi skulu kenn- arar stunda aðalgrein sína eða aukagrein, enda hljóta þeir verklega þjálfun í kennslu beggja sem svarar einu semestri. Kennaramenntun á íslandi Óþarft mun að bæta miklu við það, sem sést af uppdrætti um skipulag kennaranáms hérlendis. Verður því látið nægja að bera saman þær staðreyndir, sem fyrir liggja. Það skal tekið fram, að samanburðurinn hefði ekki breytzt í meginatriðum, þótt fleiri grannþjóðir okkar hefðu verið teknar til greina. Inntökuskilyrði. Ljóst er, að ísland hefur hér sér- stöðu, þar sem grannþjóðir okkar krefjast allar eða stefna að því að krefjast stúdentsprófs eða sambæri- legrar menntunart) til undirbúnings kennaranámi. Ef miðað er við meðaltal áranna 1965—69, brautskráðist liðlega þriðjungur kennaranema úr kennaradeild stúd- enta. Með öðrum orðum; nálega tveir af hverjum þremur nemendum, sem brautskráðust úr Kennaraskól- anum á þessu tímabili, komu úr almennu kennara- deildinni eða undirbúningsdeild sérnáms með þeirri undirbúningsmenntun, sem tilskilin er: landsprófi mið- skóla eða gagnfræðaprófi. Námstími. Vafasamt er að bera saman lengd kenn- aranáms hér og erlendis, nema að þvf marki sem undir- búningsmenntun er sambærileg. Af deildum Kennara- skólans á það aðeins við kennaradeild stúdenta. Þar hefur námið nú verið lengt úr einu ári í tvö ár ,,. . . mark- verð ákvörðun .. . af því, að með henni er kennara- námið fyrst viðurkennt sem sérnám á háskóla- stigi . . ,"2) En þrátt fyrir þessa mikilsverðu breytingu er kennaranám stúdenta V2—2 árum styttra en I grann- löndunum. Vegna hærri meðalaldurs íslenzkra otúdenta útskrifast erlendir kennaranemar hins vegar ýmist jafn- gamlir eða aðeins einu ári eldri en íslenzkir úr kenn- aradeild stúdenta. Öðru máli gegnir um þá, sem Ijúka B.A.-prófi, þar með talið prófi í uppeldis- og kennslufræðum, írá Há- skóla íslands. Eins og kunnugt er öðlast þeir m.a. kennsluréttindi á gagnfræðastigi. Námstími þeirra er að jafnaði einu ári lengri en gerist í grannlöndunum, miðað við hliðstætt fræðslustig. Ef til vill má rekja muninn til þess, að prófið veitir jafnframt kennslurétt- indi á mennta- og framhaldsskólastigi. Ef menntun menntaskólakennara erlendis væri tekin til saman- burðar, mundi munurinn jafnast og vel það. Námsefni og skipulag. Misræmi í kröfum um undir- búningsmenntun fyrir kennaranám •— annars vegar 1) Eina undantekningin I þessum hópi eru þeir nemendur, sem koma inn í kennaranám úr sænska fackskolan, sbr. bls. 88. 2) Sjá dr. Broddi Jóhannesson: Op. cit., bls. 279. gagnfræðapróf (landspróf) og hins vegar stúdentspróf — veldur meiri háttar afbrigðum, í samanburði við grannlöndin, á formlegri skipan kennaramenntunar okkar. Þessi afbrigði koma skýrt fram i uppdrættinum hér að framan. T.d. er hugsanlegt, að nýbrautskráður nemandi úr almennu kennaradeildinni hefji kennslu í unglingadeildum gagnfræðastigs um ivítugt, þ.e. á sama aldri og sá er, við upphaf kennaranáms síns, sem hyggst afla sér kennsluréttinda fyrir sama stig með því að Ijúka B.A.-prófi frá H.l. Munurinn á lengd þess- ara námsleiða verður aðeins að litlu leyti skýrður með því, að þær veiti kennsluréttindi á mismunandi stig- um skólakerfisins. Sést það bezt af samanburði við Svía, sem ganga lengst grannþjóða okkar í greiningu kennaranáms eftir aldursstigum. Vert er að huga að því, hvort munur á skipulagi hins almenna kennaranáms hér og erlendis komi ekki fram í hlutfallslegri skiptingu námsefnis milli náms- sviða. Meðal grannþjóða okkar er ekki óalgengt, að bók- legt kennaranám skiptist í nokkuð jöfnum hlutföllum á eftirtalin þrjú námssvið: uppeldisgreinar og fyrsta stig verklegrar þjálfunar, kjarna (almennar greinar) og kjör- svið (2—3 greinar).1 2 1) Nám í uppeldisfræðum í kjarna er nokkurn veginn sambærilegt hér og þar. En eins og að líkum lætur kemur hlutfallslega mun meiri stunda- fjöldi á almennar greinar í kjarna í Kennaraskólanum en almennt gerist meðal grannþjóðanna. Bitnar það óhjá- kvæmilega á sérhæfingu í einstökum greinum á kjör- sviði, svo að ekki sé talað um sérhæfingu í uppeldis- greinum (pædagogisk speciale), sem ekki er um að ræða innan almennu kennaradeildarinnar. Þyrfti nám í kjörgreinum (öðrum en uppeldisgreinum) að tvö-þre- faldast til þess að standast samjöfnuð. Loks ber að leggja áherzlu á, að hvergi hallast jafn mikið á okkur í þessum oamanburði og í verklegri þjálf- un kennaranema. Hún þyrfti að þrefaldast að tímalengd til þess að ná því lágmarki, sem henni er sett í saman- burðarlöndunum. Niðurlag Ekki er um að villast, að almenn kennaramenntun á íslandi er orðin langt á eftir kröfum tímans, eins og þær eru metnar af grönnum okkar. Óbreytt ástand íær ekki samrýmzt því keppimarki — sem fáir draga í efa — að fylgja beri þeim eftir á sviði almennrar menntun- ar, bæði að því er varðar umtak hennar og inntak. Því virðist ekki annað koma til mála en gera gagngerar breytingar á tilhögun kennaramenntunar okkar. Dæmi þeirra landa, sem hér hafa verið leidd til vitnis, benda eindregið til, að þær verði því aðeins raunhæfar og framkvæmanlegar að löggjafinn hefji almenna kennara- menntun upp á háskólastig. 1) I dönskum kennaraskólum er skiptingin þessi (I sömu rö5): 26.4, 37 og 26—39 ársvikustundir. MENNTAMÁL 91

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.