Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 27
einkum fólgnar í flokkun formlegra eininga og lýsingum á tilbrigðum þeirra og dreifingu. Þetta kallar Chomsky því flokkunarmálvísindi (taxo- nomic linguistics). En málfræðin á að vera rneira en einingaskrá; hún á að vera reglukerfi. Chomsky heíir því e. k. endaskipti á viðfangsefninu. í stað þess að byrja á smæstu einingunum, finna þær og flokka og gera grein fyrir því, hvernig þær tengj- ast í stærri og stærri samfellur, hleðslusteina í byggingu málsins, gerir hann setningu að grund- vallarhugtaki. Mál er óendanlegt mengi setninga. En hvernig má það vera, að menn geta bæði búið til og skilið setningar, sem aldrei hafa verið mynd- aðar fyrr? Slíkt gerist þó sýknt og heilagt. Ástæð- an lilýtur að vera sú, að öll setningagerð hlítir ákveðnum reglum, sent málnotendur hafa vald á. Þessar reglur eru málfræði málsins. Hver málnot- andi hefir í sér eða býr yfir slíkri málfræði eða reglukerfi, og hlutverk málfræðinga er að setja þetta reglukerfi, þessa málfræði, fram á sínu táknmáli á svo rökréttan og tæmandi hátt, að af henni megi leiða allar rétt myndaðar setningar málsins, en engar rangt myndaðar. Málfræðin á svo að segja að geta „alið af sér“ (generate) réttar setningar. Enska sögnin generate er sótt til stærð- fræðinnar (sbr. Lyons 1968:156). En livaða setningar eru þá rétt myndaðar og hverjar rangar? Þar verður máltilfinning að skera úr. Langoftast er enginn ágreiningur um það, hvort setning er málfræðilega rétt (grammatical) eða röng (ungrammatical). En hann getur verið einhver og mismikill, og er þá talað um „degree of grammaticalness”. Chomsky leggur áherzlu á að greina sundur það, sem hann kallar competence og performance og samsvarar nokkurn veginn la langue og la par- ole hjá Saussure. Viðfangsefni generatífrar mál- fræði er umfram allt competence — málvitundin — fremur en performance — málnotkunin. Mál- fræðin er nótur lagsins, sem sungið er, ekki söng- urinn sjállur. Hann getur verið falskur, en lag tónskáldsins er hið sama eftir sem áður. Málfræði Chomskys er ætlað að vera sem full- komnust eftirmynd þeirrar ásköpuðu og áunnu málfræði (eða máltilfinningar), sem hver maður býr yfir. Það sköpunarferli (creative process), sem henni er ætlað að lýsa, hafa rnenn að vísu lrugsað um fyrr (Humboldt). En aðalástæðan fyrir því, að slík lýsing hefir ekki verið gerð eða reynd, er sú, sem áður var getið, að tæknina til þess hefir skort, þar til rökalgebran kom til hjálpar, ef ég skil Chomsky rétt. Þó að Chomsky vilji lítið með taxónómíska málfræði hafa, á hann henni samt mikið að þakka, og sjálfur Zellig Harris, sem margir renna fyrst huganum til, er þeir heyra strúktúralisma nelnd- an, er lærifaðir Chomskys. Sundurhlutun eldri málfræðinga í hinar ýnisu einingar, höfuðhluta- greiningin o. fl. helir allt gert sitt gagn í gen- eratífri málfræði. 1 henni er farið að á svipaðan hátt. En munurinn er m. a. sá, að hún veitir miklu betri heildarsýn yfir flokka hinna ýrnsu eininga og ekki síður, hvernig háttað er samband- inu á milli þeirra. í generatífu málfræðinni hvíl- ir höfuðáherzlan á reglunum. Htm er m. ö. o. röð af umritunarreglum af gerðinni A -* B, þar sem allt hangir saman, setninga-, beyginga- og hljóð- fræði og jafnvel merkingarfræði, og setninga- fræðilegi þátturinn er fremstur. Ástæðan fyrir því, að þessi málfræði er einnig kennd við transformasjónir, er í rauninni veiga- minni. Nafngiftin er einungis sprottin af því, að reglurnar kunna að gefa af sér táknaröð, sem nauðsynlegt er að breyta (transform), til þess að rétt mynduð setning fáist, eða unnt er að breyta, án þess að merking raskist. Leitazt er við að láta málfræðina ekki gefa af sér fleiri grunna en unnt er að komast af með. Ef til er í íslenzku setning af gerðinni ég sá, að liann kom, er allt eins til setning af gerðinni ég sá liann koma. Setningarnar eru ummyndunarlega skyldar (trans- formationally related). Að svo stöddu 'er engin leið að fara nánara út í aðferðir hinnar generatífu málfræði. Hún er eins og reglukerfi, þar sem eitt eltir annað í röklegu samhengi eins og í lausn á algebrudæmi. Kostir hennar eru áreiðanlega margir, og hún hefir knúið menn til umhugsunar um ýmis málfræðileg vandamál, sent menn höfðu ekki leitt hugann að áður. Um framtíð hennar skal engu spáð, en ekki verður annað sagt en henni hafi verið tekið fagnandi af málfræðingum víða um heim, þótt MENNTAMÁL 109

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.