Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 23

Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 23
lúta, til þess að málið komi að notum sem sam- göngutæki. La langue er einmitt þetta keiii, mál- kerfið sjálft, og það er aðalviðfangsefni málfræð- inga. La parole er hins vegar málbeitingin, tal, tungutak livers og eins itverju sinni. La langue er huglægt, samfélagslegt fyrirbæri, la parole hlutlægt, einstaklingsbundið. Þessi atriði og mörg fleiri, sem rekja má til Saussures, eru grundvallaratriði í nútímamálvís- indum. Hann lagði áherzlu á, að málið yrði kann- að sem sjálfstætt viðfangsefni, óháð öðrum fyrir- bærum, sem það er þó í snertingu við, og enn fremur — eins og áður er sagt — á þær einingar, sem málið er gert úr, eða öllu heldur samband- ið á milli þeirra, því að málkerfið er, eins og fræg- asti nemandi hans, Antoine Meillet, orðaði það, „un ensemble oú tout se tient". Á þessi atriði var síðar lögð sérstök áherzla af danska málfræð- ingnum Louis Hjelmslev í glossematík hans. Enn fremur gerði hann sér meiri mat úr þeirri stað- hæfingu Saussures, að la langue væri form (forme), ekki efni (substance). En út í þá sálma skal ekki farið hér. Formgerðarhugmyndir Saussures munu fyrst liafa haft áhrif á sviði hljóðfræðinnar, enda má segja, að jarðvegurinn hafi verið vel undir þær bú- inn af hljóðfræðingum um lians daga. Sagt er, að Saussure hafi sjálfur notað orðið fónem fyrstur manna um huglæga máleiningu í ritgerðinni um laryngal-kenninguna 1879. Þótt orðið fónem eða þvílíkt orð væri notað af fleirum, verður fónem- hugtakið tæplega skýrt afmarkað sem málkerfis- legt hugtak fyrr en formgerðarálnifa frá kennslu Saussures fer að gæta upp úr 1910. Staða fón- emsins var þó umdeild í fyrstu og fáir, sem við málfræði fengust, virtust snortnir af. Raunveruleg hljóðkerfisfræði verður ekki til — a. m. k. ekki í Evrópu — fyrr en með Pragar- skólanum svonefnda á 3. og 4. áratug þessarar ald- ar. Höfuðskörungur þessa skóla, sem jafnframt má teljast höfundur fónólógíunnar eða hljóð- kerfisfræðinnar, var landflótta Rússi, Nikolai Trubetzkoy, prófessor í Vínarborg 1923—38. Að- alrit hans, Grundzuge der Phonologie, kom út skömmu eftir andlát hans, 1939. Trubetzkoy reisti fónemhugtak sitt á kenningum Saussures. Mál- hljóð tilheyrðu la parole, fónem tillieyrðu la langue. En nú víkur sögunni til Bandaríkja Norður- Ameríku. Evrópumenn urðu auðvitað fyrri til en menn nýja heimsins að leiða liugann að grund- vallarlögmálum mannlegs máls, eins og skiljan- legt er af sögulegum ástæðum. En þótt svo hafi verið og þeir hafi haldið áfram á þeirri braut, eftir að Saussure leið, og nefna rnætti framúrskarandi rnenn á þessu sviði, svo sem dönsku málfræðing- ana Otto Jespersen, Louis Hjelmslev og Paul Diderichsen, Bretana Daniel Jones, Sir Alan Gardiner og síðast en ekki sízt J. R. Firth, enn fremur Austurríkismanninn Karl Búhler o. fl. mæta menn, verður ekki fram hjá því gengið, að allan fyrri hluta þessarar aldar og jafnvel lengur hefir áhugi Evrópumanna verið að mestu leyti bundinn við sögu tungumála, samanburð þeirra og skyldleika og svo könnun málsögulegra heint- ilda og textaútgáfu. Aðstæður í Evrópu hafa boð- ið þessu h'eim, fornar klassískar bókmenntir og aðrar mállegar heimildir aftan úr forneskju. í Bandaríkjunum hefir þróun málvísinda orð- ið að ýnisu leyti með ólíkum hætti, enda allt aðrar aðstæður þar en í Evrópulöndum. Þar hefir að vísu blandazt saman fólk af ýmsu þjóðerni, eink- um af evrópskum ættum, en þar voru einnig fyrir í landinu Indíánar, sent töluðu fjölmörg ólík tungumál og mállýzkur, sem litlar eða engar heiin- ildir voru til um frá fyrri tíð. Þegar vísinda- starfsemi tók að eflast í Bandaríkjunum og liá- skólar að í’æra út starfsemi sína, beindist atbygli fræðimanna einnig að frumbyggjum landsins, lil’naðarháttum Jteirra, menningu og máli. Hér voru ærin viðfangsefni fyrir fræðimenn, svo mik- il, að sami maður þurfti helzt að vera hvort tveggja í senn, mannfræðingur (anthropologist) og málfræðingur (linguist). Mestu afreksmenn Norður-Ameríku í lndíánafræðum hafa einmitt verið livort tveggja. En frægastir Jteirra eru Franz Boas, Edward Sapir og Leonard Bloomfield. Því má skjóta hér inn til garnans, að enn í dag eru mannfræði og málvísindi í svo nánum tengsl- um í Bandaríkjunum, að sá mæti maður Charles F. Hockett, sem margir hér kannast við, er „professor of linguistics and anthropology" við MENNTAMÁL 105

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.