Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 20
Alyktanir aðalfundar F. H. K Ályktun um kennaramenntun og kjaramál Aðalfundur FHK, haldinn í Reykja- vík 12. júní 1970, ítrekar þá grund- vallarstefnu félagsins í kjaramálum, að kennarar taki laun eftir menntun, en ekki eftir því á hvaða skólastigi þeir starfa, og séu þau í samræmi við laun annarra starfsmanna með sambærilega menntun. Framkvæmd þeirrar stefnu er grundvallarskilyrði þess, að hægt verði að fullnægja þörf hvers skólastigs fyrir kennara með nægilega menntun, en umbæt- ur á skólastarfi og stöðug endurnýj- un þess er í framkvæmd öðru frem- ur undir því komin að það takist. Fundurinn vekur athygli lands- manna á því háskalega stefnuleysi í skólamálum, sem m. a. birtist í því, að á sama tíma og Kennara- skóli íslands útskrifar nemendur með kennsluréttindum á skyldu- námsstigi svo hundruðum skiptir umfram eftirspurn, með starfsundir- búning, sem þegar er talinn ófull- nægjandi, er gífurlegur skortur há- skólamenntaðra kennara á gagn- fræðastigi í bóknámsgreinum. Samkvæmt yfirlitsskýrslu frá fræðslumálaskrifstofunni um setta og skipaða skólastjóra og kennara við skóla gagnfræðastigsins skóla- árið 1968—69, höfðu aðeins 16,5% bóknámskennara á gagnfræðastigi fyllstu réttindi til kennslu. Kennara- skortur í bóknámsgreinum er því rúmlega 80% á gagnfræðastigi. Það er því krafa FHK, að jafn- hliða skipulagsbreytingum og um- bótum á starfi Háskóla íslands, er miði að því að auka framboð há- skólamenntaðra kennara fyrir önnur skólastig, verði laun þeirra bætt svo, að kennslustörf verði a. m. k. jafneftirsóknarverð með tilliti til launa og þau störf önnur, sem há- skólamenntaðir menn stunda. Fundurinn fagnar því að önnur kennarasamtök taka nú í vaxandi mæli undir kröfur FHK um bætta menntun kennarastéttarinnar í heild og krefst þess að ekki verði lengur skotið á frest að setja skýr og ótví- ræð lagaákvæði um menntun og réttindi bóknámskennara á gagn- fræðastigi, enda verður því ekki framar við borið, að um nauðsyn þess ríki ágreiningur milli kennara- samtakanna. Ályktun um framkvæmd og fyrirkomulag námskeiða fyrir starfandi kennara Aðalfundur Félags háskólamennt- aðra kennara, haldinn 12. iúní 1970, fagnar því að Skólarannsóknir menntamálaráðuneytisins hafa lagt fram uppkast að tillögum um fram- kvæmd og fyrirkomulag námskeiða fyrir starfandi kennara. Fundurinn lýsir stuðningi við þá hugmynd, að fastari skipan verði komið á fræðslustarfsemi íyrir kenn- ara og þeim gefinn kostur á vjöl- breytilegri endurmenntun og sér- hæfingu, kynntar nýjungar í náms- efni, kennslutækni og kennsluað- ferðum og hafi greiðan aðgang að upplýsingum um námskeið, ráðstefn- ur, skólamót og sýningar erlendis og stefnt verði að því að koma upp sumarskóla og fjarmiðlunarskóla, auk styttri námskeiða. Fundurinn telur eðlilegt að slík fræðslustarfsemi sé rekln undir stjórn nefndar, sem skipuð sé full- trúum frá F.H.K., L.S.F.K., S.Í.B., Háskóla íslands, Kennaraskóla ís- lands og Skólarannsóknum mennta- málaráðuneytisins auk íramkvæmda- stjóra. Náið samstarf þarf og að hafa við félög sérkennara og þá, sem stjórna framkvæmdum við end- urnýjun námsefnis í einstökum grein- um á vegum Skólarannsókna. Fundurinn bendir á að brýnasta verkefnið, sem leysa þarf á næstu árum með námskeiðahaldi, er að búa kennara undir umfangsmeiri endur- nýjun námsefnis og djúptækari breytingar á kennsluaðferðum í vlest- um greinum en áður eru dæmi fil. Aðalfundur F.H.K. leggur áherzlu á að þátttaka kennara í námskeið- um og framhaldsnámi, sem lýkur með prófi, verður að geta tryggt þeim aukin réttindi og launahækk- un með því að nám, sem lokið er á námskeiðum eða í sumarskóla, verði metið með hliðsjón af námi í háskóla eða kennaraskóla. vægasta stofnun þjóðfélagsins. Samkvæmt þessu er talað um nýja samfélagsgerð: Skólasamfélagið. Hálfkák það, sem einkennt hefur aðgerðir okkar ís- lendinga í skólamálum undanfarin ár, er ömurlegt, þegar þessar staðreyndir eru hafðar f huga. Afleiðing þess er sú, að við drögumst stöðugt aftur úr öðrum menningarþjóðum á sviði efnahags og menningar- mála. Þessari þróun verður að snúa við. Við höfum um tvennt að velja, að dragast enn meira aftur úr, eða sækja á brattann. Við verðum að hefja markvissa og stórhuga sókn í menntamálum þjóðarinnar. Og það verður að byrja á byrjuninni, leggja hornsteininn i'yrst: Að sjá skólunum fyrir nægilega mörgum og vel mennt- uðum kennurum. MENNTAMÁL 102

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.