Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 28

Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 28
liún hafi einnig sætt óvæginni gagnrýni, og sí- fellt eru nýjungar og breytingar að korna fram í þessum lræðum, sem vitna um grósku og rninna á ungling í örum vexti. Það er ekki sízt eftirtektarvert, hve miklu lífi hún hefir hleypt í setningafræðina (ef ég má slíta hana frá), grein, sem iengi hefir verið háifgert vandræða- og olnbogabarn málfræðinga, og þá ekki síður merkingarfræðina, sem naut svo iítiilar hylli vestan hafs áður fyrr. Það er líka eítirtektarvert, að hugtakið fónem skipar nú ekki lengur þann dýrðarsess, sem það hafði áður og mér þótti fyrir örfáum árum blöskr- anlegt að hafa aldrei heyrt nefnt í kennslustund- um hér. „Allt er i heiminum hverfult". Sú var tíð- in, að „fónemið" var talið guðs heilagur sann- leikur, eins og frægur kennari minn í Ann Arbor komst að orði 1959, hvað sem segja mætti um sum önnur hugtök strúktúralista. Ég lái engum, þótt að honum setji þá hugsun, sem oft hefir sótt á mig, hvort ekki fari óþarflega mikið púður í að gefa gamalkunnum fyrirbærum ný og ný nöfn án þess að auka að sama skapi raunverulegan þekkingarforða. Að minnsta kosti fór svo fyrir gömium og gegnum vini mínum, sem skrifaði mér í vetur, ofurlítið móðgaður við mig — að ég held —, að sér þætti „meira um vert að draga saman nýjan fróðleik og setja fram á einhvern skipul'egan hátt heldur en að troða göml- um fróðleik í nýjar formúlur." En þótt mikill vöxtur hafi hlaupið í almenn málvísindi á undanförnum árum og sumir virðist jafnvel á leið frá málfræðinni til fræðinnar um málfræðina, eru rannsóknir einstakra tungumála engu ónauðsynlegri nú en áður. Þeir, sem við þær fást, beita auðvitað þeim aðferðum, sem þeir kunna beztar og að mestu gagni mega koma, og ég hefi þá trú — þótt efinn kvelji mig oft — að þegar hismið hefir verið skilið frá, verði eitthvað nýti- legt eftir í öllum þeim nýjungaflaumi, sem yfir dynur. Og svo má ekki gl'eyma því, að alltaf er huganum hollt að láta leiða sig á nýjan sjónarhól. Ég vil svo í framhaldi af þessu og vegna alls, sem ég Iiefi sagt hér á undan, leggja áherzfu á, að engir tveir menn sjá sama hlut sömu augum. Ég hefi farið mjög fljótt og flausturslega yfir langa sögu og ýmsu sleppt, sem ég hefði þó gjarnan viljað nefna. En ekki hentar heldur að segja allt á þessum stað, sem vef mætti hæfa annars staðar. Má þá vera, að einhver segi eins og biskupsfrúin í Skálholti í Hinu ljósa mani (bfs. 147): „Það veit ég jtó þér ætlið ekki að segja, assessor, . . ., að til geti verið tvennskonar réttur sannleik- ur, annar fyrir suðurheim, hinn fyrir norður- heim.“ Þá mun ég svara eins og Arnas Arnæus (bls. 148): „Það er til fjall í Kinninni fyrir norðan, sem heitir Bakrángi ef maður sér austaná það, Ógaungufjall ef maður stendur fyrir vestan það, en utanaf Skjálfanda kalla sjófarendur það Galta. Og með skömm að segja þá fór ég ekki til Róms að leita sannleikans, þó mér hafi að vísu einsog mörgum reynst erfitt að komast þaðan án jiess að hafa fundið hann.“ Helztu heimildarrit: BERGAMINI, DAVID. Stærðfræðin. Björn Bjarna- son íslenzkaði. Alfræðasafn AB. Reykjavík 1966. BLOOMFIELD, LEONARD. Language. New York 1958. CHOMSKY, NOAM. Aspects of the Theory of Syntax. Cambridge, Mass., 1965. GLEASON, H. A., Jr. An Introduction to Descriptive Linguistics. London — New York — Sydney — Toronto 1969. LAXNESS, HALLDÓR KILJAN. Hið ljósa man. Reykjavík 1944. LYONS, JOHN. Introduction to Theoretical Lingui- stics. Cambridge 1968. MALMBERG, BERTIL. Nya vagar inom sprákforsk- ningen. 3. útg. Stockholm 1966. ROBINS, R. LI. A Short History of Linguistics. Lond- on 1967. MENNTAMÁL 110

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.