Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 26

Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 26
viti, urðu amerísku áhrifin tvímælalaust mjög örvandi, ekki einungis til þess að Evrópumenn færu að fást við samtímalega málkönnun meira en áður samhliða s()gu einstakra tungumála og ættrakningu skyldra mála, heldur einnig til þess að glæða áhugann á mannlegu máli yfirleitt, hvar sem það er að finna á jarðarkringlunni, hvort sem það er mál hvítra manna, Indíána eða Hottin- totta, að grundv'illarlögmálum mannlegs máls, m. ö. o. almennum málvísindum. Vitaskuld er jarðvegurinn alltaf misjafnlega undirbúinn í hinum ýmsu löndum og ýinsu liá- skólum, enda misjafnt, hve snemma heíir t.d. ver- ið stofnað til prófessorsembætta í almennum mál- vísindum hér í NV-Evrópu. Oft hefir verið um það rætt og á því lineykslazt, hve seint Háskóli ís- lands brást við til að kynna nemendum sínum ný viðhorf í málvísindum. Sjálfur stundaði ég nám hér á árunum 1949—1958 án þess að lieyra nokk- urn tímann minnzt á liugtök eins og „fónem" eða „morfeni" í kennslustundum, og einhvern tímann sleppti ég því út úr mér, að það væri álíka frá- leitt og útskrifast með meistarapróí í íslenzkum fræðum án þess að hafa nokkurn tímann heyrt kennara minnast á Snorra Sturluson. Það er fjarskalega vandalaust að slá um sig með slíku tali. Ef litið er á þessi mál af einhverri sann- girni, var tæplega við því að búast, að hér gætu orðið umtalsverðar breytingar á málfræðikennslu á þessum árum eins og á stóð, og læt ég hvern heilskyggnan mann um að reikna það dæmi til enda. Ég vil aðeins bæta því við, að til eru fræg- ar háskólastofnanir á Norðurlöndum, sem hafa verið enn íhaldssamari og einangraðri í málvís- induni en okkar mannfái háskóli. Þó að við rekjum upphaf nútíma málvísinda allar götur aftur til aldamóta, leið langur tími, unz almennt var farið að viðurkenna ahnenna máll'ræði sem fullgilda visindagrein. Ég get enn vitnað til Ameríkudvalar minnar 1959. Þá varð ég þess var, að litið var á „linguistics" sem nýja vís- indagrein. Eigi að síður hafði sá merki lélags- skapur, Linguistic Society of America, verið stofnaður þegar 1924 og hóf þá útgáfu tímarits- ins Language, sem síðan helir komið út árlega. En gróska vísindanna stendur eflaust í beinu hlutfalli við fjölda þeirra manna, sem við þau fást. Þeim mönnum fjölgar jafnt og þétt út um allan heim, mönnurn með mjög ólíka undirbún- ingsmenntun og ólík viðhorf til viðfangsefnisins. Bækur og tímarit unt málfræðileg efni eru nú gef- in út í svo stríðum straumum, að enginn hefir lengur tölu á. Eitt má þó telja víst, að sé sam- eiginlegt öllum, sem leggja á nýjar brautir í þess- um fræðum, þ. e. viðleitni þeirra til að ná vís- indalegum tökum á viðfangsefninu í samræmi við kröfur tímans hverju sinni. Og þær kröfur eru breytilegar. Þær vísindagreinar aðrar, sem öðrum fremur setja nú mark sitt á þróun málvísinda, eru stærðlræði og rökfræði, þessar undirstöðu- greinar hugvísinda, sem sífellt teygja arma sína lengra og lengra inn á svið annarra vísinda- greina, eftir því sem þeim sjálfum fleygir fram. Hcr hefi ég ekki fyrst og fremst í huga tölíræði- legar athuganir, tíðniútreikninga, tölvunotkun við þýðingar úr einu máli á annað ellegar við orða- bókargerð og fleira stórmerkilegt og heillandi, sem menn hafa verið að fást við á undanförnum árum og setja má allt undir sérstaka grein málvís- inda, sem kiilluð er á ensku „mathematical lingui- stics“. Ég hefi ekki síður í huga, hvernig fram- vinda í rökfræði og stærðfræði getur og hefir opnað alveg nýjar leiðir í málvísindum, orðið forsenda þess, að unnt yrði að takast á við við- fangseíni, sem ella voru óviðráðanleg. Þessu held- ur Chomsky fram í einu aðalriti sínu, Aspects of the Theory of Syntax, sem út kom 1965 (bls. 8), en hann hefir sótt sína undirstöðu til rökalg- ebrunnar (symbolic logic). Höfundur hennar, ír- inn George Boole, setti reyndar frarn hugmyndir sínar um miðja síðustu i>ld (1854), fáeinum ár- um áður en Saussure fæddist, en mér skilst, að þessi grein hafi þróazt mjög á þessari öld, eink- um síðustu 30-40 árin, ogmeð lienni sé „leitazt við að i’æra alla mannlega hugsunarstarfsemi í stærð- fræðilegan búning" (Bergamini 1966:170). Málfræði Chomskys, „transformational-genera- tive grammar“, er án efa róttækasta nýjung, sem fram lieíir komið í málvísindum síðustu árin. Heitið eitt ber með sér, að hér er eitthvað nýstár- legt á ferðinni. Fyrri mállýsingaraðferðir strúktúralista voru MENNTAMÁL 108

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.