Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 22
Annars vegar mun ég því reyna að segja eitt-
ltvað um þróun þessara mála fram til 1960 eða
þar um bil, Itins vegar um málfræði, sem efst
ltefir verið á baugi síðustu 10 árin. Það vill
nefnilega svo til, að nokkur tímamót verða í sögu
málvísinda í kringum 1960, um svipað leyti og
breyting verður á málfræðikennslunni hér í Há-
skólanum. En llest af því, sem þá þótti nýjabragð
að hér á landi, /ar alls ekki nýtt í raun og veru.
Áhrifa þeirra viðhorfa, sem tímamótum ollu í
málvísindum um 1960, tók ekki að gæta í háskóla-
kennslu hér fyrr en eftir miðjan áratuginn.
Af þessu leiðir, að „nýja málfræðin", sem sum-
ir nefna svo, er sennilega bæði gamalt og nýtt,
sem blandast saman. En ef eitthvað má heita ný
málfræði nú, er það hin svonefnda generatífa
transformasjónsmálfræði, sem kennd er við Noam
Chomsky og segja má, að hann hafi hleypt af
stað með riti sínu, Syntactic Structures, 1957.
Sjállur leggur Chomsky áherzlu á, að sín mál-
fræði sé allt önnur en jjau málvísindi, s'em mest
voru iðkuð — a. m. k. í Bandaríkjunum —, þegar
Syntactic Structures kom út, og hann kallar „tax-
onomic linguistics" til aðgreiningar frá sinni
generatílu málfræði.
Taxónómísk og generatíf málfræði er mótuð af
því viðhorfi í málvísindum, sem venjulega er
kallað strúktúralismi eða formgerðarstefna á
betri íslenzku. Áhrifa þeirrar stefnu fer ekki að
gæta hér á landi að neinu ráði fyrr en í kringum
1960, þ. e. um svipað leyti og Chomsky fer að
láta að sér kveða og gerir upp reikninga við
eldri formgerðarsinna.
Ur því að málum er svo háttað, að taxónómísk
málvísindi eru sumum a. m. k. álíka nýstárleg hér
og generatífa málfræðin, kemst ég ekki hjá því
að fara fyrst nokkrum orðum um strúktúralism-
ann almennt.
Strúktúralisminn er síður en svo nýr af nálinni
og hugtakið engan veginn skýrt afmarkað. Um
aldur hans má deila, en venjulega er upphaf hans
rakið til svissneska málfræðingsins Ferdinand de
Saussure (1857—1913), sem öðrum fremur er tal-
inn sá tímamótamaður, er grundvöllinn lagði
að málvísindum 20. aldar. Hann var kennari,
fyrst í París, sfðar (frá 1891) við háskólann í
MENNTAMÁL
104
Genf. Þar flutti hann fyrirlestra, sem hrifu svo
nemendur hans, að jreir tóku sér fyrir hendur að
gefa þá út að Saussure látnum. Tíndu tveir jjeirra
þá saman Jjað, sem jjeir og aðrir liöfðu skrifað
eftir honum í tímum, og jjað, sem til var með
eigin hendi Saussures. Þetta rit — jjannig til orð-
ið —, Cours de linguistique générale, sem kom
út 1916, er talið hafa haft víðtækari áhrif en
nokkurt annað málfræðirit á jæssari öld.
Rétt er að geta jjess um leið, að nær 100 árum
áður hafði Wilhelm von Humboldt (1767—1835)
sett fram ýmsar liugmyndir í svipuðum anda, en
óvíst er, hvort eða að hve miklu leyti Saussure lief-
ir Jjekkt Jjær. Hitt er víst, að hin umfangsmiklu
rit Humboldts voru miklu minna lesin og óað-
gengilegri en lyrirlestrar Saussures, og auk jiess
voru samtímamenn hans áhugasamari um mál-
söguleg efni og samanburð tungumála heldur en
heimspekilegar hugleiðingar um eðli mannlegs
máls.
Hér verður auðvitað ekki íarið út í að rekja
hugmyndir Saussures til lilítar. Þó verður ekki
komizt hjá Jjví að nefna fáein atriði, sem tíma-
mótum ollu og setja mark sitt á málvísindi aldar-
innar. Sjálfur var Jjó Saussure einmitt saman-
burðarmálfræðingur og frægur fyrir ritgerð, sem
hann skrifaði kornungur um indóevrópska sér-
hljóðakerfið, Jjar sem hann setti fram J>á skýr-
ingu, sem síðar hlaut nafnið „laryngal“-kenn-
ingin. En Jjað er önnur saga.
Þær hugmyndir Saussures, sem hér er ástæða til
að vekja athygli á, eru aðallega tvennar.
í fyrsta lagi varð hann fyrstur til að gera skýr-
an og afdráttarlausan greinarmun á samtíma-
legri (synchronique) og sögulegri (diachronique)
könnun máls. Fram til þess tíma hafði sögulega
sjónarmiðið verið ríkjandi, en smám saman fór
athyglin að beinast meir og meir að aðferðum til
Jjess að gefa sem gleggsta lýsingu á máli á ein-
hverjum ákveðnum tíma, t.d. á líðandi stund, án
Jiess að hafa hliðsjón af ferli J/ess eða sögulegri
Jjróun.
1 öðru lagi er mikilsverður sá greinarmunur,
sem hann gerði á la langue og la parole. Saussure
leit á málið sem kerfi, órofa heild allra jteirra
fjölmörgu reglna, sem málnotendur verða að