Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 12
allt kennaranám eigi aö vera sérnám á háskólastigi. Hér er um grundvallaratriði að ræða, sem öllu máli skiptir að sé viðurkennt af stjórnvöldum og almenn- ingi í landinu. Rökin til þess, að kennaramenntunin færist upp á háskólastigið, felast í matinu á gildi starfs kennarans I skólanum og hlutverki skólans I þjóðfélaginu. Hér á landi mun ekki hafa farið fram bein úttekt á þessu af opinberri hálfu. En þá úttekt hefur ráðgjafar- nefnd UNESCO hins vegar gert, og sent ríkisstjórnum aðildarþjóðanna, þ. á m. íslenzku ríkisstjórninni íil- lögur byggðar á þeirri úttekt. Svipuð úttekt hefur íarið fram í ýmsum grannlöndum okkar með þeirri afleiðingu, að veruleg breyting hefur verið gerð á tilhögun kenn- aranámsins. Til marks um þróunina má geta þess, að á Norðurlöndum (að íslandi undanskildu), Þýzkalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum fer kennaramenntunin nú fram á háskólastigi. Satt að segja snýst spurningin ekki um það, hvort við eigum að gera það sama og grannar okkar hafa þegar gert. Við teljum það blátt áfram óhugsandi, að hér á landi séu gerðar lægri kröfur til menntunar kennara en gilda annars staðar á okkar menningar- og við- skiptasvæði. Spurningin er hins vegar sú, hvenær ætl- um við að gera þetta? Þegar þess er gætt, að enginn hörgull er eða verð- ur á næstunni á nemendum með stúdentspróf eða jafn- gildi þess, sem vilja stunda kennaranám, og eftir sem áður er nægileg aðsókn að hinum ýmsu deildum Há- skólans, er Ijóst, að breytingunni er unnt að koma á þegar í stað, ef vilji er fyrir hendi hjá stjórnvöldum. í þessu sambandi er rétt að minna á þær umræður, sem fram hafa farið á opinberum vettvangi um málefni Kennaraskóla islands og ástandið þar, svo og þær álykt- anir og samþykktir, sem birtar hafa verið þar að lút- andi frá kennurum skólans og nemendum. Afstaða stjórnar S.Í.B. kom fram í bréfi iil menntamálaráðherra dags. 7. maí s.l. En þar ber allt að sama brunni. Eina leiðin út úr þeim ógöngum, sem skólinn er kominn í, virðist vera sú að höggva á hnútinn og krefjast stúdents- prófs eða jafngildis þess til inntöku. I ályktunardrögunum segir, að lengd námstímans þurfi að vera 3 ár a.m.k. Það er skoðun okkar, að sér- nám kennaraefna þurfi að vera svo umfangsmikið, að slytzti hugsanlegi námstíminn sé 3 ár, enda fer þetta saman við reynsluna bæði hér og erlendis. Við teljum, að allir kennarar þurfi að hafa sameigin- legan námskjarna uppeldisgreina, en síðan velji þeir sér kjörsvið og sérhæfi sig þannig til ákveðinna starfa. Um aukningu hinnar verklegu þjálfunar munu allir sammála, enda eru íslenzkum kennaraefnum aðeins ætlaðar 5 vikur í þessu skyni á sama tlma og danskir kennaranemar fá 19 vikur og sænskir 231/2 viku. Við bendum á nauðsyn þess, að kennurunum, sem æfingakennsluna annast, gefist kostur á framhalds- námi og þeim verði sköpuð betri starfsskilyrði en raun er á, svo tryggt sé, að árangur af starfi þeirra verði sem beztur. í lok álytunardraganna er þess krafizt, að skipulögð verði víðtæk og kerfisbundin endurhæfing starfandi kennara. Að þessu brýna verkefni hefur að vísu nokk- uð verið unnið af ýmsum aðilum, en alla heildarstjórn og skipulag skortir. Hér er um svo tröllaukið verkefni að ræða, að otór- átak þarf að gera þegar í stað, ef skólinn á að valda hlutverki sínu. Kennaraskólarnir eru auðvitað þær stofnanir, sem bezt er treystandi til að annast þetta endurhæfingar- starf. En á því þarf að vera heildarstjórn, og íleira þarf að koma til. Það verður bæði að gera kennurunum fjárhagslega kleift að sækja slíkt nám og skólunum skipulagslega fært að leysa kennara frá starfi, meðan á náminu stendur, þegar framkvæmdina ber upp á starfstíma þeirra. Ennfremur er rætt um, að kennurum séu opnaðar fleiri leiðir hér innanlands til framhaldsmenntunar og sérhæfingar á ýmsum sviðum skóla- og uppeldismála. í þessu sambandi má minna á menntun sérkennara, sem sumpart verður að sækja út fyrir landssteinana, þörf skólastjóra og yfirkennara á framhaldsmenntun í stjórn- unarstörfum o.s.frv. Starf að nemendavernd, ráðgjöf og handleiðslu í skólunum og í nánum tengslum við þá krefst sérhæfðs starfsliðs með mismunandi menntun: skólasálfræðinga, félagsráðgjafa, námsráðgjafa og starfsvalsleiðbeinenda. Eðlilegt verður að telja, að þetta starfslið hafi kennara- menntun og kennslureynslu. Þess vegna verður að opna starfandi kennurum sérstaka námsmöguleika í þessar áltir hér innanlands. Góðir áheyrendur. Þegar rætt er um kennaramenntun- ina verður að taka mið af hlutverki skólans í samfélag- inu, ef meta á réttilega hvers þarf af þeim að krefjast, sem þar starfa. í hinni gagnmerku ályktun UNESCO ráðstefnunnar í París árið 1966 segir, að skólastarfið eigi að beinast að því allt frá íyrstu skólaárunum að þroska skapgerð einstaklinganna, stuðla að andlegri, siðferðilegri, félagslegri, menningarlegri og hagrænni þróun samfélagsins — og innræta nemendunum virð- ingu fyrir mannréttindum og frelsi. Þetta eru miklar kröfur, og til þess að rísa undir þeim þarf staðgóða menntun. MENNTAMÁL 94

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.