Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 16

Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 16
sinni grein eða kennslutækni almennt. Kennaraneminn lærir að iíkja eftir honum, og mestar líkur eru á, að hann kynnist gömlum viðhorfum og aðferðum, hinum sömu og hann kynntist forðum sem nemandi í gagn- fræða- og menntaskóla. Annar galli á þessu fræðsluformi er sá, að engin tengsi eru milli háskólakennslunnar, sem stúdentar hljóta I valgreinum sínum, og kennsluæfinganna. Af þeim sökum er hætt við, að mjög skorti á nauðsynlega fræðslu í sérgreindri kennslufræði, sem miðar m.a. að því að nýta sérfræðilega þekkingu I þágu almennrar fræðslu og brúa bilið milli almennrar uppeldis- og kennslufræði annars vegar og beinnar starfsþjálfunar hins vegar. Fjalla þarf um markmið greinarinnar, menningargildi hennar, þarfir þjóðfélagsins íyrir hana, aðlögun hennar að breyttum lífsháttum, kennsluþörf hinna ýmsu þátta hennar, m.a. með tilliti til ólíkra nem- enda og margt fleira, sem hér verður ekki upp talið. Kennslan gæti farið fram sameiginlega fyrir alla kenn- aranema sömu greinar I háskóla, og mætti fela hana vel menntuðum æfingakennara eða fagnámsstjóra. í þriðja lagi býr æfingakennsla Háskólans við mik- ið óhagræði vegna þess hversu hún dreifist I marga skóla á allstóru svæði. Eftirlit með henni af hálfu Háskólans er því erfitt, en eigi að síður mikilvægt, því að auðvitað verður þessi starfsemi að hlíta ákveðnum reglum, til þess að viðkomandi háskóladeild geti íekið ábyrgð á henni. Af þessu leiðir einnig, að æfingarnar verða tímafrekar fyrir stúdenta. Komið hefur á daginn, að þeir hafa ærið margt við starfsþjálfunina að athuga. Á siðastliðnum vetri starfaði uppeldisfræðinefnd á veg- um Félags stúdenta I Heimspekideild og skilaði áliti, þar sem m.a. var lagt til, að „æfingakennsla I núverandl mynd falli niður.“ í stað hennar skyldu íengnir viður- kenndir kennarar og skólamenn til umræðufunda með stúdentum. Þótt hið siðarnefnda væri æskilegt í sjálfu sér, er það engin lausn á þeim vanda, sem hér um ræðir. Með öllu virðist ólíklegt, að Háskóla íslands verði kleift að veita verðandi íramhaldsskólakennurum við- unandi starfsþjálfun án sérstakrar aðstöðu til þess. Verkleg þjálfun þeirra þyrfti að fara fram I sérstökum æfingaskóla, sem hefði æfinga- og tilraunakennslu að meginviðfangsefni og starfaði I nánum tengslum við Háskólann. Hér virðist raunar eðlilegast að gera ráð fyrir kennaraháskóla, sem annist hinn uppeldis- og kennslufræðilega þátt I menntun framhaldsskólakenn- ara, líkt og á sér stað í Svíþjóð. Ætti slíkur skóli að hafa með höndum yfirstjórn kennslufræðináms I landinu og tilraunir þar að lútandi, og þyrfti því að skipuleggja vandlega tengsi hans og samvinnu við stjórnvöld menntamála. Væri þá eftir föngum tryggt, að ungt fólk við kennaranám, hvort heldur er I kennaraskóla eða háskóla, fái I tæka tíð kynnzt hinu helzta, sem til fram- fara horfir I skólamálum hverju sinni, og öðlist nauð- synlega þekkingu á almennum skólamálum og þróun MENNTAMÁL 98 L þeirra. Með sæmilegum aðbúnaði gæti stofnun af þessu tagi orðið vaxtarbroddur fræðslumála I landinu. Ekki lýsi ég þessum hugmyndum I bjartsýni. Fram- kvæmdir síðustu ára gefa naumast íyrirheit um stefnu I þessa átt. Hver er heildarstefnan í islenzkum skóla- málum? Þess má minnast, að Skólarannsóknir mennta- málaráðuneytisins voru ákvarðaðar án tengsla við þær stofnanir, sem annast kennaramenntunina, og heyrzt hefur að stofna eigi sérstakan tilraunaskóla á vegum Reykjavíkurborgar. í skýrslu háskólanefndar, sem út kom fyrir ári og nefndist Efling Háskóla íslands, var engin lausn boðuð á þeim vanda, sem hér hefur verið gerður að umtalsefni. Þannig hníga öll rök að því, að æðsta menntastofnun þjóðarinnar, sem gerð var ábyrg fyrir menntun framhaldsskólakennara fyrir 19 árum, eigi þann kost einan að halda áfram barningi sínum í forsælunni.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.