Vorið - 01.12.1940, Qupperneq 10

Vorið - 01.12.1940, Qupperneq 10
78 VORIÐ þess vegna fallegt af Jóhannesi frænda að taka litlu Karen, hann hafði skrifað, að henni liði vel, og hún væri öllum til ánægju. Já — Jörgen efaðist ekki um, að það var satt, enginn vissi það betur en hann, hvílíkur sólargeisli hún var á heimilinu, þess vegna fannst honum allt svo tómlegt nú þegar hún var farin, blessuð, litla systirin hans. Hann mátti ekki einu sinni hugsa um hlátrana hennar glöðu. En það væri skömm fyrir mig að vera tólf árum eldri en hún, hugsaði hann, ef ég yrði ekki maður til að taka hana aftur heim til mín, einhverntíma seinna. Hann var alveg viss um það, að það var ekki aðeins af sorg og söknuði eftir pabba, sem mamma hans sat oft svo þögul og sorgbit- in á kvöldin, og hvernig myndi svo sjálft aðfangadagskvöldið verða! -------- Hann hafði safnað saman ölium þeim aurum, sem hann hafði feng- ið fyrir eftirvinnu á kvöldin, og þeim ætlaði hann að verja til að gleðja mömmu sína. Hann hafði hugsað sér að búa út stóran böggul, margvafinn í bréfum og snærum, og innan í því öllu átti svo lampinn, blómstur- vasinn, eða'hvað það nú var, að felast. En áður en mamma hans gat komizt inn að sjálfri jólagjöf- inni, þurfti hún að leysa og vefja ailar þessar umbúðir utan af, og hún myndi vera svo lengi að því, að það gat ekki hjá því farið að hún yrði forvitin á endanum, og þetta myndi vekja gleði og kalla fram bros á andlit hennar. Hann gladdist af þessari hug- mynd sinni, og honum fannst þetta vera eina ráðið til að vekja einhverja gleði í sambandi við jólin. Um þetta hafði hann verið að hugsa stöðugt þangað til fyrir fjórum dögum, en þá fékk hann hina nýju hugmynd. Nú hugsaði hann ekki lengur um að vefja lampa eða annað slíkt dót inn í böggulinn. Nú gekk hann fram hjá búðargluggunum án þess að líta í þá. Allt fannst honum horf- ið, gull, silfur, kristall, málverk og ábreiður. Það var, ekki ómögulegt að hann gæti gefið mömmu sinni dálítið, sem myndi lýsa upp stof- una þeirra eins og sjálf jólastjarn- an! Og nú hugsaði hann ekki um annað en þessa nýju fyrirætlan sína, og þegar mamma hans fór að tala um, að nú gæti litla Karen ekki verið hjá þeim á jólunum, lézt hann hafa kvef, hóstaði og ræskti sig. Bara að henni leiðist nú ekki á jólunum, blessaðri litlu stúlkunni. En, Jörgen var alveg viss um, að mömmu myndi leiðast enn meira. Hún þráði litlu stúlkuna sína — hún var eitthvað svo eirð- arlaus, — Hún gekk út að glugg-

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.