Vorið - 01.12.1940, Síða 15

Vorið - 01.12.1940, Síða 15
V O R I Ð 63 Hann opnaði dyrnar — það var sannarlega ekki auðvelt í svona ofviðri. Hann sá ekkert nema hamslausa hríðina. Hann lokaði aftur hægt eins og hann byggist við að heyra jarm í kind eða geit. „Er nokkur þarna?“ kallaði hann. „Já, við erum hérna — megum við koma inn?“ heyrðist barns- rödd svara. „Börn í þessu veðri“, andvarp- aði öldungurinn. „Komið þið inn í guðs naíni, börn, flýtið ykkur!“ Þrjú börn skriðu inn um dyrn- ar, en öldungurinn lokaði sam- stundis. Annar drengurinn og stúlkan, sem inn komu voru í grófgerðum bændafötum, og hinn drengurinn var í sauðskinnskyrtli, eins og hjarðdrengir notuðu. Hjarðstaf hafði hann í hendi. Börnin skulfu af kulda og snjór- inn bráðnaði á fötum þeirra og rann niður á gólfið. „Gamli maður, megum við hita okkur við arininn“, spurði hjarð- drengurinn. „Auðvitað er það velkomið. Ég er bara alveg undrandi. Hvernig í ósköpunum rötuðuð þið í hríð- ínni? Þetta er versta veður, sem hér hefir komið í fleiri ár“. „Hann réði ferðinni“, sagði stúlkan og benti á hjarðdrenginn. „Hann sagði, að það væri ekkert hættulegt, og að faðir simi hefði kennt sér að rata í dimmviðri. Og það var svo undarlegt, að þegar hann hafði sagt þetta, þá var ég ekki hrædd framar, og var ekki heldur kalt. — Og svo komum við hingað“. „Hvaða hjarða gætir þú, dreng- ur minn?“ spurði öldungurinn. Hjarðdrengurinn brosti: „Hjarð- ir föður míns eru mér áhangandi, og vegina þekki ég vel“. „Ef til vill getur þú kennt mér eitthvað um þá“, sagði öldungur- inn brosandi, „þó að ég hafi dvalið hér í fjallinu alla æfi, vill- ist ég oft“. „Má ég það“, sagði' litli dreng- urinn. „Kannske fæ ég að kenna ykkur# líka“. Hann leit á börnin. „Viltu það“, sagði hinn dreng- urinn, „ertu svona góður“. „Enginn er góður, nema faðir minn, sem er á himnum“, sagði hj ar ðdrengurinn. Ekkert þeirra skildi, hvað hann átti við, en þau horfðu ástúðlega á hann, og andlit hans ljómaði af fögnuði,

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.