Vorið - 01.12.1940, Page 18
86
VORIÐ
„Já, hann fæddist í jötu í Betle-
hem fyrir mörg hundruð árum
Síðan. En mennirnir skildu hann
ekki og hafa aldrei skilið hann.
Hann átti aðeins þá einu ósk, að
þeir gætu elskað hann eins og
hann elskaði þá, svo að hann gæti
frelsað þá — fengið þá til að elska
hver annan en ekki hata. Það, sem
hann biður um, er svona einfalt,
en þeir vilja ekki sinna því. Hann
várð að deyja þeirra vegna — líða
Stórar sálarkvalir og líkamlegar
þjáningar“.
„Hver ert þú, sém veizt allt
þetta, og hver er hann?“ spurði
öldungurinn lágt.
„Hann hét Jesús frá Nazaret —
Kristur“, svaraði hjarðdrengurinn,
„lítið á mig!“
Þá litu öll frá eldinum.
Hjarðdrengurinn stóð hjá þeim,
en hann var orðinn að fulltíða
manni, og leit þó eins út.
Um höfuð hans ljómaði geisla-
baugur og fellingárnar á kyrtlin-
um skiptu litum.
Hin þrjú féllu á kné. Hann
brosti og gekk út að dyrunum og
opnáði þær. Það var komið logn
úti. Stjörnurnar skinu á bláum
himninum.
Hann benti á stærstu stjörnuna.
Hún var skammt fyrir ofan sjón-
deildarhringinn, og geislar hennar
myiiduðu bjartan kross.
Heyrðu þau hljóðfæraslátt og
unaðslegan söng?
Stríðið í konung[sgarði.
Gamla kórónan mín er orðin
ljót, sagði drottningin.
Er það? sagði kóngurinn.
Ég þarf að fá nýja kórónu, sagði
drottningin.
„Dýrð sé guði — friður, friður
á jörðu!“
Hjarðdrengurinn stóð aftur hjá
þeim eins og áður.
„Hvað er þetta?“ sagði öldung-
urinn. „Hver ert þú, barn?“
Litli drengurinn tók í aðra hönd
öldungsins og stúlkan í hina.
„Ég er sá, sem einu sinni boðaði
mönnunum frelsi, og einstaka
sinnum lít ég inn til mannanna,
eins og núna í dag---------
Það varð alveg hljótt inni.
„Já, þú ert sonur guðs“, hvíslaði
öldungurinn, „bara að ég gæti fet-
að í fótspor þín“.
„Þú bjargaðir okkur frá dauða í
hríðinni“, sagði stúlkan.
„Vertu hjá okkur, — farðu
aldrei frá okkur“, sagði litli
drengurinn feimnislega.
„Andi minn skal vera hjá ykk-
ur — og minn frið gef ég ykkur“
Það snarkaði í eldinum.
„Þetta var yndislegur draumur,
börn“, sagði öldungurinn.
„Nei, það var raunveruleiki“,
sögðu börnin.
En hjarðdrenginn sáu þau ekki
framar. E. S. þýddi.