Vorið - 01.12.1940, Síða 19
V O R I Ð
87
Það er dýrt, sagði kóngurinn.
Þú ert svo ríkur, sagði drottn-
ingin.
Nei, ég er bláfátækur, sagði
kóngurinn.
En ég verð að fá nýja kórónu,
sagði drottningin.
Þú verður bara að notast við þá
gömlu, sagði kóngurinn.
Nei, sagði drottningin.
Jú, sagði kóngurinn.
Ég reiðist, sagði drottningin.
Þú um það, sagði kóngurinn.
Ég hætti að hafa yfirumsjón
með stjórn matreiðslunnar, sagði
drottningin.
Það er mér alveg sama um,
sagði kóngurinn.
Ég verð alveg óhuggandi, sagði
drottningin.
Gerir ekkert til, sagði kóngurinn.
Þú ert harðstjóri, sagði drottn-
ingin.
Býsna gott veður í dag, sagði
kóngurinn.
Svei, sagði drottningin og skellti
hurðinni um leið og hún fór, svo
að allar myndir duttu niður af
veggjunum.
Drottningin hugsaði málið.
Hvað átti hún að gera til þess að
fá nýja kórónu? Hún kallaði á
hirðmeyjarnar. Hirðmeyjar, sagði
hún, komið hérna og grátið með
mér.
Ha? sögðu hirðmeyjarnar.
Grátið hátt svo að það heyrist,
sagði drottningin.
Er einhver dáinn, spurðu hirð-
meyjarnar.
Nei, sagði drottningin, en þið er-
uð óhuggandi.
Er það satt? spurðu hirðmeyj-
arnar.
Já, sagði drottningin.
Finnum við til? spurðu hirð-
meyjarnar.
Já, afskaplega, sagði drottning-
in, sorgin bítur hjarta ykkar.
Bítur hún fast? spurðu hirð-
meyjarnar.
Já, voðalega fast, sagði drottn-
ingin.
Ég gæti bezt trúað, að mér væri
farið að líða hálf illa, sagði ein
hirðmeyjan.
Það er auðvitað, sagði drottn-
ingin.
Ég finn til verkjar, sagði önnur.
Vesalingurinn, sagði drottningin.
Ég kvelst, sagði sú þriðja.
Það er ósköp eðlilegt, sagði
drottningin, því við erum allar
svo sorgbitnar, og nú skulum við
gráta, einn, tveir, þrír, og drottn-
ingin og hirðmeyjarnar 40 ráku
upp skerandi angistarvein allar í
senn, þær grétu svo hátt, að þær
fengu allar hellur fyrir eyrun,
gráthljóðin bárust út um glugg-
ann og allir fuglarnir flýðu úr
hallargarðinum.
Kóngurinn kom inn hallargang-
inn og heyrði óskaplegan hávaða
inni í herbergi drottningar. Hann
gekk að dyrunum og hlustaði.
HvaS er þetta, hugsaði hann, þær