Vorið - 01.03.1944, Side 7

Vorið - 01.03.1944, Side 7
V O R I Ð 3 sjálfan sig og segja: Hér, meðal þessara dómara, lærifeðra og presta, ber mér að vera.“ „Litla hamingju mundi ég telja honum í því fólgna,“ svaraði mað- urinn, „að sitja innibyrgður hér í þessum súlnagöngum. Er honum hitt hollara, að hlaupa frjáls um hóla og hæðir heima við Nazaret.“ Konan andvarpaði: „Hann er svo ánægður heima,“ mælti hún. „Hvað hann er glaður, þegar hann fær að fara með fjárhirðunum, eða þegar hann er úti á ökrunum að horfa á vinnubrögð bændanna! Ég fæ ekki skilið að í því felist nokkur misgjörð við hann, þótt við reynum að halda honum hjá okkur.“ „Öðru nær en svo sé,“ svaraði maðurinn. „Með því höldum við honum frá hættunum mestu.“ Þannig héldu þau samtalinu áfram, unz drengurinn vaknaði. „Jæja,“ mælti móðir hans, „ertu nú búinn að hvíla þig Stattu nú upp, því að nú fer að kvölda og við verðum að ná til gistibúð- anna.“ Þau voru stödd innst inni í byggingunni. Leið þeirra lá um gamla hvelf- ingu, leifar frá þeim tímum, er fyrst var reist musteri á þessum stað, og þar stóð upp við vegginn gömul básúna úr eir, þung og löng, eins og súla. Þarna stóð hún, begld og ryðfallin, full af ryki og kongu- lóarvefjum, og vafin því nær ósýnilegu fornrúnabelti. Efalaust voru nú liðnar þúsundir ára síðan er nokkur hafði reynt að ná hljóði úr henni. En þegar drengurinn litli kom auga á þennan mikla lúður, nam hann staðar og spurði undrandi: „Hvað er þetta?“ „Þetta er básúnan mikla, sem nefnd er rödd konungs konung- anna,“ svaraði móðir hans. „Með henni kallaði Móse saman ísraels- lýð, þegar hann var kominn á víð og dreif um eyðimörkina. Eftir hans daga hefur engum tekizt að ná hljóði úr henni. En sá, er það fær gert, hann á að ná valdi á öll- um þjóðum heimsins.“ Hún brosti að þessu, enda hugði hún ekki meira um það vert, en hvert annað gamalt ævintýri. En drengurinn litli stóð kyrr hjá bá- súnunni, þangað til móðir hans kallaði á hann. — Þessi lúður var hið fyrsta, sem hann hafði gefið gaum í niusterinu. Og hann hefði feginn viljað fá tóm til að skoða hana betur. Þau gengu nú skamma stund og komu út í musterisgarðinn. Þar var breið og djúp gjá í bergið — alveg eins og hún hafði verið frá ómuna- tíð. Salómon konungur hafði sem sé ekki viljað láta fylla hana, þeg- ar hann byggði musterið. Enga brú hafði hann látið gera yfir hana, né heldur sett nokkrar varnir á gjárbarmana. í þess stað hafði hann lagt yfir þvera gjána afar-

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.