Vorið - 01.03.1944, Síða 8
4
VORIÐ
mikið og hárbeitt sverð, og vissi
eggin upp. Og enn lá sverðið í
sömu skorðum, eftir allar þær ald-
ir og umbyltingar, er síðan voru
liðnar. En nú var það því nær
brunnið sundur af ryði og svo
hrörnaður umbúnaðurinn, að
sverðið riðaði, er gengið var þar í
nánd.
Þegar konan leiddi drenginn
fram hjá gjánni, spurði hann:
„Hvers konar brú er þetta?“
„Salómon konungur lagði hana,“
sagði móðir hans, „og við köllum
hana paradísarbrú. Komizt þú yfir
gjána á þessari nötrandi brú —
sverðsegginni, sem er þynnri en
sólargeisli, þá er þér vís vist í
paradís“; og hún brosti við og
hraðaði ferðinni sem mest, en
drengurinn nam staðar og horfði á
sverðið, unz hún kallaði á hann.
Hann hlýddi henni, en leitt
þótti honum að hún skyldi ekki
fyrr hafa sýnt honum þessa kyn-
legu hluti, meðan tími var til að
virða þá fyrir sér.
Þau héldu nú áfram viðstöðu-
laust, unz þau komu að hliðinu
mikla, með súlnaröðunum fimm-
földu. Þar stóðu í horni tvær svart-
ar marmarastoðir á einum stalli og
svo násettar hvor annarri, að vart
varð komið hálmstrái í milli þeirra.
Þær voru háar og tígulegar, með
skrautlegum hausum og á þá
skorin kynleg dýrahöfuð. Stoðirn-
ar sjálfar voru alsettar merkjum
og kroti, svo að ekki var gómstór
blettur auður, og öðru fremur virt-
ust þær vera slitnar og af sér
gengnar, og gólfið umhverfis þær
eytt og urið af troðningi.
Drengurinn nam enn staðar og
spurði móður sína: „Hvaða stoðir
eru þetta?“
„Það eru stoðirnar sem Abra-
ham forfaðir okkar flutti með sér
frá Kaldeu og kallaði hlið réttlæt-
isins. Sá, sem komizt fær milli
þeirra, hann er syndlaus og rétt-
látur fyrir guði.“
Drengurinn stóð kyrr og horfði
stórum augum á stoðirnár.
„Þú ert víst ekki að hugsa um
að reyna að komast í milli þeirra?“
spurði móðir hans og brosti.
„Sjáðu, hvernig gólfið í kringum
þær er slitið af stimpingum hinna
mörgu, er reynt hafa að komast
gegnum bilið mjóa — en engum
tekizt. Flýttu þér nú! Eg heyri
hljóminn í eirhurðinni miklu;
musterisþjónarnir þrjátíu leggjast
nú'á þær til að loka þeim.“
Drengurinn litli lá vakandi í
tjaldinu alla nóttina og gat ekki
um annað hugsað en hlið réttlætis-
ins, paradísarbrúna og rödd kon-
ungs konunganna. Svo undarlega
hluti hafði hann aldrei heyrt getið
um. Hann fékk ekki slitið hugann
frá þeim.
Og morguninn eftir fór á sömu
leið. Hann gat ekki hugsað um
annað. Hjónin voru önnum kafin
að taka niður tjaldið og koma því