Vorið - 01.03.1944, Síða 11
V O R I Ð
7
elsjakkanum, og Filippusi geðjað-
ist ekki að hafa hann hjá sér.
„Farðu burtu, Hinrik,“ sagði
hann eftir að hafa staðið alllanga
stund órólegur og reynt að losna
við þennan nábúa. „Þú ert svo
ræfilslegur og óhreinn, að ég vil
ekki standa hjá þér.“
Hugsið ykkur, kæru börn. Haf-
ið þið nokkurn tíma orðið fyrir
því að verða fyrir móðgun af þeim,
sem ykkur þótti vænt um? Það er
sárt. Þessi ljótu orð Filippusar
særðu Hinrik líka djúpt. Því að
honum þótti mjög vænt úm litla
prinsinn. Honum þótti svo vænt
um, þegar Filippus talaði eitthvað
við hann í skólanum eða á göt-
unni. Hann blóðroðnaði af gremju,
og hnipraði sig svo fast upp að
veggnum sem honum var unnt.
Filippus stóð nú einn, voldugur og
öruggur og starði upp á prédikun-
arstólinn. -
Presturinn ræddi um, að drott-
inn liti aðeins á hjartalagið, án til-
lits til þess, hvort ytri búningur-
inn væri garmar, flauel eða silki.
Filippus hlustaði. Hver var ann-
ars klæddur í flauel og silki í
kirkjunni nema hann
Presturinn hélt áfram:
„Hver, sem gengur skrautlega
búinn, en hefur hart og drambsamt
hjarta og fyrirlítur fátæka með-
bræður sína, hann nýtur ekki náð-
ar drottins. Drottinn hefur ekki ást
á slíkum mönnum."
Filippus litli fölnaði í framan.
Óafvitandi starði hann á prestinn
og honum fannst hann horfa alltaf
á sig og líta ógnandi á hann um
leið og hann sagði:
„Takið vel eftir því, að drott-
inn fæst ekki um, hvernig þið eruð
búin, hann lítur aðeins á hinn
innri mann. Munið þið það, sem
ríkir eruð og drambsamir, þið, sem
móðgið fátæka meðbræður ykkar
með hörðum og ógætilegum orð-
um, á ykkur hvílir ónáð og reiði
drottins.“
Þessi orð þrengdu sér inn í sál
Filippusar. Ef Hinrik litli hefði
tekið vel eftir, hefðu þau eflaust
huggað hann; en hann var svo
hryggur, að hann gat ekkert hlust-
að á prédikunina, en hann grét í
hljóði af sorg og sálarkvölum.
Eftir messuna báðu nokkrir
drengir Filippus að koma út og
leika sér, en hann neitaði því.
Hann horfði á eftir Hinrik, þegar
hann læddist hljóðlega burtu, en
litli prinsinn var ekki ánægður
með sjálfan sig.
Þegar hann kom heim, beið
Jósep vinnumaður hans úti fyrir
og sagði:
„Filippus, þú gætir gjört mér
greiða. Biddu nú föður þinn að lofa
mér að skreppa heim í dag. Þú
gerir nú þetta, af því að þú ert svo
góður drengur.“
Vinnufólkið vissi, að hrepp-
stjórinn, þó að hann væri strang-
ur, neitaði syni sínum sjaldan um
neitt.