Vorið - 01.03.1944, Side 13

Vorið - 01.03.1944, Side 13
VORIÐ 9 mikils af lífinu, og hann var venju- lega sæmilega ánægður. — En í dag var hann sorgbitinn! Að fallegi, myndarlegi drengur hrepp- stjórans, sem honum þótti svo vænt um, skyldi geta látið sér önnur eins orð um munn fara, það olli honum sársauka. „Hann skammast sín fyrir mig,“ endurtók hann aftur og aftur. „Og ég er svo ljótur, illa búinn og óhreinn, að hann vill ekki framar tala við mig eða leika sér við mig.“ Hann leit upp með tárin í aug- unum, og hrökk við. Þarna stóð Filippus nokkur fótmál frá hon- um og horfði á hann, sneri sér svo undan, eins og hann ætlaði að segja eitthvað, sem hann ætti erf- itt með. „Hvað fékkst þú til miðdegis- verðar í dag?“ spurði hann að lok- um. Það var alls ekki þetta, sem hann ætlaði að segja. En það kem- ur stundum fyrir á úrslitastund- um, að menn segja allt annað en þeir ætluðu. „Kál og kartöflur," svaraði Hin- rik. „Það fékk ég einnig,“ sagði Filippus. „En ég fékk svínasteik með. Fékkstu það ekki líka?“ Hinrik glennti upp augun af undrun. Hvaðan átti hann að fá svínasteik? Hann hafði hingað til aldrei bragðað svínasteik eða nokkra aðra steik. „Þykir þér góð svínasteik?“ bætti Filippus við. „Mér þykir hún mjög góð. En í dag geðjaðist mér hún ekki.“ Honum geðjaðist ekki svína- steik. Hinrik rak upp stór augu. „Veiztu hvers vegna mér geðj- aðist hún ekki?“ spurði litli prins- inn. „Það var af því að, af því . . . .“ -—- hann hafði byrjað svo djarflega á setningunni, en hann rak í vörðurnar, og stokkroðnaði niður á háls. „Hefur þú grátið?“ spurði hann andartaki síðar. Hinrik hristi höfuðið í mót- mælaskyni, en þó stóðu augun full af tárum. „Jú, víst hefur þú grátið,“ full- yrti Filippus. „Ég hef séð það, ég hef staðið hér lengi, og ég held að það sá mér að kenna, og ég gat ekki borðað svínasteikina þín vegna. Presturinn sagði svo margt merkilegt í dag og starði stöðugt á mig, og Jesús Kristur yfir rúminu hans pabba hefur líka starað á mig, og ég má ekki kyssa hann, og þú ert líka reiður við mig.“ Hann talaði svo ótt, að Hinrik gat naumast fylgst með, aðeins síð- ustu orðin skildi hann. „Nei, nei, ég er ekki reiður við þig, Filippus,“ sagði hann blíðlega. Filippus snökti hátt af iðrun og gleði, og litli, drambsami, fallegi prinsinn kastaði sér um hálsinn á tötralega drengnum, þrýsti honum að sér og kyssti hann.

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.