Vorið - 01.03.1944, Síða 16
12
VORIÐ
poka). Lesið þið svo bænirnar
ykkar og verið þið góð börn,
svo að álfarnir taki ykkur ekki.
Verið þið nú sæl. (Fer).
4 .atr.
(Nonni — Gunna).
GUNNA (súöktandi, heldur í
Nonna): O, ó, — elsku Nonni
minn. Eg er svo ósköp hrædd.
NONNI (reyrúr að bera sig vel):
Svona, Gunna mín. (Strýkur
um kollinn á henni). Vertu nú
ekkert hrædd. Ég er hjá þér.
Ég, — sem er karlmaður, og ég
er eins og hann pabbi sálugi
var. Við skulum nú bara setj-
ast hérna á rúmið og tala sam-
an. (Þau setjast).
GUNNA: Má ég ekki halda í hend-
ina á þér? Það er betra, þá er
ég ekki eins hrædd.
NONNI: Jú, jú, Gunna mín.
GUNNA: Nonni minn, ert þú ekki
ósköp hræddur við álfana og
allt, sem er á ferðinni á gamla-
árskvöld? Ó, — ef álfar kæmu
nú hingað í nótt, — og kannske
tröll líka. (Snöktir).
NONNI: Svona, svona, Gunna
mín. Vertu nú alveg óhrædd.
Ég veit ekkert, hvort álfar og
tröll eru til. Og ef það er til, þá
gæti ég bezt trúað, að það væri
gott við lítil börn, sem eiga eng-
an pabba og enga mömmu, og
allir eru vondir við.
GUNNA: Ekki held ég það. Hún
Jóka gamla hefur sagt mér sög-
ur af svo voða stórum tröllum,
sem gátu étið menn í einum
munnbita, og um vonda álfa,
sem hræktu í augun á mönn-
um, svo að þeir urðu blindir.
NONNI: Hún Jóka gamla. — Ég
trúi henni nú ekki. Hún sagði
mér í vor, að dýið hérna fyrir
sunnan garðinn væri svo djúpt,
að það næði alveg niður til ljóta
karlsins. En svo fór ég þangað
með smalaprikið mitt og ég gat
alls staðar botnað með því. —
Nei, — Jóku gömlu trúi ég ekki.
GUNNA: Ja-á. En, en, — ef tröll-
in kæmu nú, sem eru svo voða-
lega stór. Heldur þú, að þú gæt-
ir nokkuð ráðið við þau, þú, sem
ert svona lítill?
NONNI: Vertu nú ekki að hugsa
um þetta, Gunna mín. En ég
skal segja þér það, kerli mín, að
ég ætla að verða maður, sannur
íslendingur, eins og pabbi sál-
ugi sagði. Ég ætla aldrei að
blóta, — nema kannske hon-
um Grími. AJdrei að berja
neinn, nema hann Grím, en
hann ætla ég að hýða svo, að
rassinn á honum verði bara
blár, þegar ég er orðinn stór. Á
ég ekki að gera það?
GUNNA: Ég veit ekki. — Jú, ég
held þú ættir að gera það, ef þú
þorir það.
NONNI: Þori. — Þegar ég verð
stór þori ég allt, skal ég segja
þér.
GUNNA: Ætlar þú líka að berja