Vorið - 01.03.1944, Síða 19
VORIÐ
15
inn. Hún er í grænum eða blá-
um kyrtli með skaut. Með henni
tvær stúlkur, sem bera ísl. iána.
Fjallkonan sezt í hásæti, sem
er á miðju sviði aftarlega. Sung-
ið: Fjplladrottning).
HULDUR OG HULDUM.: Lengi
lifi Fjallkonan. Blessun og heill
fylgi hverjum Islendingi.
ÁLFAKÓNG.: — Fjallkona. Hér
færi ég til þín tvö lítil börn.
Mennirnir hafa búið svo að
þeim, að þau óttast vættir lands-
ins. Ég veit, að þinn vilji er, að
þau læri að elska landið og
treysta á það.
FJALLKONAN: Heill álfakon-
ungur. Heilar huldur og ljúfl-
ingar. Velkomin mannanna
börn, setjist hér hjá mér.
(Börnin setjast á stóla, sem eru
sinn hvoru megin við hásætið).
Ég veit, að þið óttist álfa og
huldur. En sjáið nú þenna hóp.
í hverjum hól og hæð þessa
lands búa hulin öfl. Ofl vin-
semdar og blessunar, ef þau að-
eins eru rétt skilin. Hollvættir
og hamingjudísir.
ÁLFAR: Já. — Hollvættir og
hamingjudísir viljum við vera
hverju landsins barni.
FJALLK.: Ég veit þið óttist tröllin
í fjöllunum, en þau eru líka
góð. Konungur. Lát þú kallara
þinn kalla tröllin úr fjöllunum.
ÁLFAK.: Kallari, kalla þú tröllin
úr hrikabjörgum.
KALLARI (kallar): Tröll úr
hrikabjörgum. Komið! Fjall-
konan kallar ykkur!
TRÖLLIN (risi og skessa, koma
irtn).
FJALLK.: Tröll. — Mennirnir
hafa kennt þessum börnum að
óttast ykkur. Ávarpið þau.
RISINN: Við erum stór og hrika-
leg, börnin góð, eins og Islands
fjöll. Við erum líka stöðug og
traust, eins og þau. — Aldrei að
svíkja. — Aldrei að sýna
ótryggð. Alltaf að vera vinum
vinur. — Þetta er okkar hugs-
un. — Það er okkar líf. Þessar
sterku hendur (rétta iram
hendurnar) skulu bera ykkur
yfir torfærur og vegleysur.
Trygg, — dauðtrygg viljum við
vera, hverju landsins barni.
ÁLFAK: Hyllið hin traustu,
tryggu tröll með söng.
ÁLFAR: Syngja. Lag: Máninn
hátt.
Vekið drengskap, trú og tryggð,
teljið orku í þjóð.
Hamrabúar — verndið
hreysti og manndómsglóð.
Tryggu tröll.
Traustu fjöll,
tign á brúnum skín.
Á íslandi er heillin öll
og hamingja mín.
FJALLK: Tröll. — Ég þakka
ykkur hingaðkomuna. Haldið
áfram að vera ímynd hinnar
bjargföstu tryggðar. — Hverfið
til heimkynna ykkar.