Vorið - 01.03.1944, Blaðsíða 21
V O R I Ð
17
harmar gleymast. Hvert blóm,
— hvert barn vil ég gleðja.
Vor í heimi, — vor í hug vil ég
skapa. Það er vilji minn. Það er
mitt líf.
ÁLFAK.: Hyllið vorið með söng.
ÁLFAR (syngja: Vorið er komið
og grundirnar gróa).
FJALLK.: Vor. — Ylja þú. —
Gleð þú. Græddu vetrarsár.
Tak þér sæti með oss.
VORIÐ: Ég þakka þér, Fjallkona.
Ég skal kyssa trúna á gróand-
ann í heimi og huga inn í sálir
barna þinna.
FJALLK.: Ég veit þið kvíðið
sumrinu. Þá þurfið þið að ganga
berfætt um urðir og eggjagrjót
í erfiðum smalagöngum. Þá er
þess oft krafist, að þið innið af
höndum erfið störf, sem eru
veikri getu ykkar um megn. En
nú skal sumarið sjálft koma til
ykkar. (Við konung): Konung-
ur, kalla þú sumarið.
ÁLFAK.: Kallari. Kalla þú sum-
arið.
KALLARINN: Sumar. — Kom
þú. Fjallkonan kallar þig.
SUMARIÐ (kemur. Stálpuð
stúlka, klædd íagurgrænum
búningi, með blóm á barmi).
FJALLK.: Sumar. Mennirnir hafa
beygt svo hugi þessara barna,
að þau kvíða komu þinni. Tala
þú.
SUMARIÐ: Elsku börnin mín.
Ég flýg um hauður og haf. Ég
vek söng í hverju fuglsbrjósti
og sælu í hverju fiðrildishjarta.
Ég skreyti allt blómum. Hverri
jurt gef ég þroska. Hverjum
hug vaxtarmátt. Ég fylli loftið
angan. Allt, sem lifir, vill stíga
dans með sólargeislunum. Ég
vil kyssa sólþrá og lífstrú inn í
hvert hjarta. Þetta er minn
vilji. — Þetta er mitt líf.
ÁLFAK.: Hyllum sumarið með
söng.
ALLIR (syngja: Nú er sumar).
FJALLK.: Sumar. Þökk sé þér.
Sendu geisla þína á hvern stað,
svo að hvergi geti myrkur
leynst. Tak þér sæti með oss.
SUMAR: Ég þakka þér, Fjallkona.
Ég skal lita kyrtil þinn grænan
og fjöllin þín blá. Ég skal hella
kvöldroðagulli á hvíta faldinn
þinn. Heill þér, fjallkona.
FJALLK.: Ég veit þið óttist haust-
ið. Ykkur finnst það vera for-
boði grimms og miskunnarlauss
vetrar. Hauströkkrið leggst á
sál ykkar og lamar von og gleði.
En nú vil ég láta haustið tala
við ykkur. (Við konung): Kon-
ungur, kalla þá á haustið.
ÁLFAK.: Kallari, kalla þúhaustið.
KALLARI: Haust. — Kom þú,
Fjallkonan kallar þig.
HAUSTIÐ (stúlka í gulbleikum
búningi kemur inn).
FJALLK.: Haust. Þú vekur þess-
um börnum kvíða með komu
þinni. Tala þú.
HAUSTIÐ: Að vísu er ekki eins
glatt yfir mér og systkinum