Vorið - 01.03.1944, Side 24
VORIÐ
JP. JERNDORFF JESSEN:
Hundamerkið.
Frú Hansen rak ofurlítið
þvottahús og þar þvoði hún og
sléttaði fyrir nágrannana, en at-
vinnan var ekki meiri en það, að
hún og sonur hennar, Óli, gátu lif-
að af því sæmilegu lífi.
Og nú var Óli að koma heim.
Hann bar stóra þvottakörfu i
fanginu, en þrátt fyrir það, þótt
hann væri að verða uppgefinn af
að kafa snjóinn með þessa þungu
byrði, ljómaði þó gleðin úr aug-
um hans og honum fannst lífið
leika við sig. Jólaleyfið var byrj-
að, jólasnjórinn var kominn, og
svo var það hann Kátur, nýi vin-
urinn hans, það var magur og ræf-
ilslegur hundur, sem hafði komið
hlaupandi til hans fyrir nokkrum
dögum, en hljóp nú glaður og
hressilegur við hlið hans. Stund-
um datt hann á höfuðið í snjóinn,
þegar hann var að horfa á hús-
bónda sinn og leika listir sínar
fyrir hann.
Já, Óli var vissulega í góðu
skapi, því að hann hafði með
mestu samvizkusemi lesið allar
auglýsingar í blöðunum undan-
farna daga, en hvergi hafði hann
séð auglýst eftir töpuðum hundi.
Hann var auðvitað búinn að til-
kynna lögregluþjóninum, honum
Andersen, komu þessa hunds, en
ef enginn eigandi gæfi sig fram
næstu daga, þá varð hundurinn
hans réttmæt eign.
Hann blístraði fjörlega, þegar
hann - hljóp upp kjallarastigann,
og heilsaði mömmu sinni áður en
hann var kominn alla leið.-------
— En, hvað var nú þetta? Þarna
stóð Andersen lögregluþjónn á
gólfinu. Var nú eigandi hundsins
fundinn?
„Góðan daginn, vinur minn,“
mælti lögregluþjónninn vingjarn-
lega. „Já, við höfuð komizt eftir,
hver var eigandi hundsins, það var
flækings ræfill, sem sálaðist á
þjóðveginum fyrir rúmri viku. Ég
kem beint af lögreglustöðinni til
að segja þér, að þú mátt eiga
hundinn,-------en mér þykir leitt,
------- því miður verð ég að til-
kynna þér, að þú verður að vera
búinn að kaupa handa honum
merki fyrir áramót. Það kostar 10
krónur.“
Óli starði nokkra stund þegj-
andi á þennan stóra mann og vissi
ekki, hvort hann ætti heldur að
hryggjast eða gleðjast. Þó virtist
gleðin ætla að verða yfirsterkari,
því að nú átti hann Kát, þrátt fyrir
allt, en á eftir kom hryggðin.