Vorið - 01.03.1944, Page 28

Vorið - 01.03.1944, Page 28
24 V O R I Ð nokkuð um þá byrði, ekki sízt fyr- ir það, að hann var sjaldan kyrr. Það var kafaldshríð og ofsarok. Þótt Óli þekkti hvern blett á þess- um slóðum, mátti hann þó hafa sig allan við, til þess að villast ekki. Hann varð oft að taka á sig langa króka til þess að komast fram hjá stórum sköflum. Við og við mætti hann einum og einum manni, en enginn mátti vera að því að líta upp, nú hafði hver nóg með sjálf- an sig. Óli var sá eini, sem varð að brjótast á móti veðrinu þennan dag, og hvað eftir annað langaði hann til að mega snúa bakinu í veðrið, þótt það væri ekki nema örlitla stund, leggjast niður í skjóli við eitthvert tréð og hvíla sig andartak. En hann stóðst jafn- an þessa freistingu, því að hann vissi, hvað það var hættulegt að láta slíkt eftir sér. Það hafði hann lesið um í ferðabókum Knud Ras- mussens, og hann fór að hugsa um ýmsa fræga menn, fræga ferða- menn og heimskautafara, svo sem hinn fræga landa sinn Knud Ras- mussen, Lauge Koch, Wegener, Nansen, Peary, og hann sótti í sig veðrið og brauzt á móti stormin- um. Ferjan átti að leggja af stað til Þýzkalands kl. 3,20 síðd., og þeg- ar Óli loksins náði til litla hafnar- bæjarins, þar sem ferjan beið ferð- búin, sló klukkan í kirkjuturninum 3. Herra Holm hafði dottið í hug að fara fram á það við Þjóðverj- ann, að hann kæmi á móti Óla, en hafði þó horfið frá því aftur. Það gat ef til vill orðið til þess, að þeir færust á mis, því að Þjóðverjinn var ókunnugur á þessum slóðum, þess vegna var svo um talað, að Óli skyldi fara beina leið til gisti- hússins, þar sem Þjóðverjinn bjó. En þegar hér var komið sög- unni var hinn síðastnefndi orðinn- óþolinmóður. Hann gekk um gólf í gistihúsgarðinum og leit út á göt- una með fárra mínútna millibili. Nú voru ekki nema 15 mínútur þangað til ferjan átti að fara. Skyldi þessi drengur ekki ætla að koma í tæka tíð? Jú, Óli kom í tæka tíð-------- hann hafði náð takmarki sínu! Lafmóður og kafrjóður, bæði af hita og kulda, kom hann hlaup- andi heim að gistihúsinu með litla hundinn í barmi sínum. Svarta trýnið hans gægðist út við og við, eins og hann væri að gá að hvern- ig ferðin gengi. „Ó, ég þakka, ég þakka hjartan- lega!“ mælti Þjóðverjinn, herra Braun, og hristi hönd Óla um leið og hann tók hundinn í fang sér, en hann gjammaði hátt af gleði, er hann sá húsbónda sinn. „Komdu, komdu með mér niður að ferjunni, ég þarf að tala við þig.“ Og Óli steig upp í bifreiðina, sem hafði beðið eftir Þjóðverjan- um og ók með herra Braun niður að höfninni. Á leiðinni gerði hann

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.