Vorið - 01.03.1944, Side 34
30
V O R I Ð
Orðsending.
Um leið og Vorið fer af stað í 10. sinn
þykir rétt að fylgja því úr hlaði með
nokkrum orðum.
Þess er þá fyrst að geta, að verð ár-
gangsins verður hið sama og síðastliðið
ár — 5 krónur. — Verður hægt að láta
þetta lága verð haldast áfram meðal
annars vegna þess, að kaupendum hefur
fjölgað talsvert á árinu, sem var að líða.
En í því sambandi viljum við nota tæki-
færið og þakka hjartanlega öllum út-
sölumönnum ritsins fyrir alla þeirra fyr-
irhöfn, sem sumir gera án nokkurs end-
urgjalds, en aðrir fyrir lítilfjörleg sölu-
laun. Vorið á þessum mönnum mikið að
þakka. Þá ber ekki síður að þakka öllum
kaupendunum fyrir skilsemi þeirra og
góða samvinna.
Enn eiga þó allmargir kaupendur og
útsölumenn eftir að gera skil fyrir síð-
astliðið ár, en við vonum fastlega, að
greiðsla berist með næstu póstferðum.
Þá þökkum við einnig mörg og vingjarn-
leg bréf, sem Vorinu hafa borizt. Okkur
þykir vænt um slík bréf og óskum eftir
að fá sem mest af þeim.
Margir spyrja eftir eldri árgöngum, en
þeir eru nú flestir að verða uppseldir. Þó
eru eftir nokkur eintök af 4., 5., 6. og 9.
árgangi. Ennfremur er nokkuð til af ein-
stökum heftum hinna árganganna, og
geta nýir kaupendur fengið eitthvað af
þeim í kaupbæti, ef þeir óska.
Enn vantar okkur góða útsölumenn,
einkum í sveitunum, og enn heitum við
á alla okkar gömlu og góðu útsölumenn,
að reyna að fjölga kaupendum á þessu
ári.
Þá væri Vorinu kærkomið að fá efni
til birtingar, og jafnvel góðar og sér-
kennilegar myndir.
Hafið svo öll hjartans þökk fyrir sam-
starfið á liðna árinu. Við vonum að fá
að njóta velvildar ykkar og skilsemi á
hinu komandi ári.
Utéefendur.
Duglegir útsölumenn.
Þessir útsölumenn hafa flesta áskrif-
endur:
Helgi Hannesson, kennari, ísafirði 145
Frú Þóra Jónsdóttir, Siglufirði .... 85
Eyþór Einarsson, Kvíabóli, Nes-
kaupstað .................... 75
Unnur Friðþjófsdóttir, Patreksfirði 38
Ingimundur Olafss., kennari, Seyðisf. 34
Þá hefir Guðjón Hallgrímsson, kenn-
ari, Akranesi, pantað 60 eintök næsta ár,
og allmargir aðrir hafa þegar beðið um
fleiri eintök.
Hver verður hæstur næsta ár?
alltaf verið á sjónum, pabbi
minn?“ spurði Kalli.
„Ónei, vinur minn, við hleypt-
um inn á ísafjörð, því að okkur
sýndist brimið svo mikið hérna, og
höfum verið þar þangað til í
morgun. Þá var kominn austan
strekkingur, svo að við fengum
ágætt heim.“
Kalli var svo frá sér numinn af
fögnuði, að hann fann ekkert til
þess, að hann var krókloppinn, og
brimhljóðið, sem honum stóð
stuggur af áðan, hljómaði nú eins
og fagurt sönglag í eyrum hans.
Baldvin Árnason, 13 ára,
Akranesi.